Það skiptir máli hverjir stjórna Guðbjartur Hannesson skrifar 5. maí 2012 06:00 Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun