Rauðka fjárfestir fyrir 1.200 milljónir á Sigló 15. maí 2012 09:30 Á siglufirði Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku. Mynd/Friðrik Vísir/Friðrik Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Félagið Rauðka ehf., sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, hefur gert víðtækt samkomulag við sveitarfélagið Fjallabyggð um uppbyggingu tengda afþreyingu og ferðamennsku á Siglufirði. Rauðka er þegar umsvifamikil í ferðaþjónustu á Siglufirði og rekur þar meðal annars Gallerí Rauðku og veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomulagið felur í sér atriði sem við teljum vera mikilvæg til þess að byggja grundvöll fyrir hótel. Það tengist ýmsum umhverfismálum og skíðasvæðinu og golfvellinum," segir Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Rauðku og tengdasonur Róberts. Markmið samkomulags Rauðku og Fjallabyggðar er sagt vera „að skapa byggðarlaginu sérstöðu og gera það eftirsóknarvert í augum ferðamanna í framtíðinni". Kveðið er á um skipulagsbreytingar í miðbænum í nánu samstarfi við Rauðku, úthlutun lóðar til félagsins undir nýtt hótel við smábátahöfnina og uppbyggingu skíðasvæðis og golfvallar bæjarins. „Það er verið að taka á ýmsum málum sem mönnum finnst nauðsynlegt að kippa í liðinn," segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, um samkomulagið. Undir séu skipulagsmál, atvinnumál, umhverfismál og útvistarsvæði bæjarins. „Þetta er alveg einstakt." Stofna á sjálfseignarstofnunina Leyning ses. sem ætlað er að byggja upp skíðasvæðið og golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur Leyningi til öll núverandi mannvirki á skíðasvæðinu en Rauðka skuldbindur sig til að borga 300 milljónir króna inn í Leyning. Meðal annars á að reisa skíðaskála á næsta ári. Rauðka hefur látið frumhanna nýja hótelið og bærinn hefur skuldbundið sig til að úthluta félaginu lóð. Opna á nýja hótelið árið 2015. Finnur segir gert ráð fyrir að það taki á bilinu 120 til 130 næturgesti í 64 herbergjum. Áætlað sé að bygging þess kosti um 900 milljónir króna. Aðspurður segir Finnur Rauðku þegar hafa lagt 600 milljónir í fjárfestingar á Siglufirði. Gangi þær áætlanir eftir sem nefndar eru í samkomulaginu bætast um 1.200 milljónir við á næstu árum svo heildarfjárfesting Rauðku í bænum verður um 1.800 milljónir króna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira