Enn um sæstreng Valdimar K. Jónsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00 Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Greinar Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, í Fréttablaðinu 26. apríl og 9. maí 2012 eru athyglisverðar. Þar kemur fram að sæstrengur frá Íslandi til Bretlands standi ekki fjárhagslega undir sér, en þó væri hægt að réttlæta lagningu strengsins vegna breytinga á forsendum sem komið hafa fram á undanförnum árum. Nefnir hann m.a. „aukna spurn eftir endurnýjanlegri orku, markmið Evrópusambandsins 2020, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara" o.fl. á þessum nótum. Kannski er eitthvað af þessu líklegt en ekkert er fast í hendi. Ég er þeirrar skoðunar að hagkvæmni svo stórrar framkvæmdar sem sæstrengur til Bretlands er, þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin, en ekki aðeins í formi óskhyggju og/eða trúar á einhverja tiltekna framtíðarþróun. Þegar ákvörðun var tekin á sínum tíma um byggingu Kárahnjúkavirkjunar, þá hafði verið gengið frá samningum til langs tíma um sölu á mestum hluta orkunnar frá virkjuninni. Umræddur sæstrengur er kostnaðarlega miklu stærri framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun sem hingað til er talin stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 2012 óskaði ég eftir því að Landsvirkjun birti kostnað og aðrar upplýsingar um sæstreng til Bretlands. Þar er ég að tala um heildarkostnað við flutningsvirki, þar sem tekið væri tillit til allra nauðsynlegra framkvæmda svo og rekstrarkostnaðar, kostnaðar við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir í bilanatilvikum. Landsvirkjun hefur enn ekki séð ástæðu til að svara athugasemdum mínum, þrátt fyrir að ég hafi ítrekað þær í einkapósti 4. maí 2012 til formanns stjórnar Landsvirkjunar, Bryndísar Hlöðversdóttur. Morgunblaðið hefur eftir forstjóra Landsvirkjunar eftir ársfund 2012: „Lagning sæstrengs til Evrópu gæti stórbætt lífskjör á Íslandi. Mikilvægt væri að skapa sátt um þetta verkefni því það er ekki einkamál orkufyrirtækjanna á Íslandi." Í seinni grein Magnúsar kemur fram hugsanleg þróun raforkusölu Landsvirkjunar fram til 2025, þar sem sæstrengur væri kominn í notkun 2018. Er þetta ekki allt of stuttur fyrirvari? Landsvirkjun hefur leitt hjá sér að svara spurningum mínum og leiðir þannig hjá sér að taka þátt í opnum skoðanaskiptum um framkvæmdina eins og hún hefur margsinnis lýst yfir. Fyrirtækið hefur verið að vinna að undirbúningi í liðlega tvö ár svo það hlýtur að vera til fullt af upplýsingum og niðurstöðum, sem mætti birta opinberlega. Hrunið kenndi okkur að ákvarðanir um stórar framkvæmdir eins og sæstreng mega alls ekki vera á hendi örfárra einstaklinga. Þeir gætu tekið upp á því að loka sig af í vistarverum ríkiskerfisins og birta aðeins við og við reifarakenndar vangaveltur um eitthvað allt annað en kjarna máls. Næsta stórframkvæmd í orkumálum verður bara að ganga upp, annars förum við öll endanlega á hausinn.
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið hvað varðar endurnýjanlega orku og hyggst sambandið stórauka raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. 9. maí 2012 11:00
Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. 26. apríl 2012 06:00
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun