Lífið

Obama syrgir diskódívu

látin Donna Summer er látin, 63 ára, eftir baráttu við lungnakrabbamein.
nordicphotos/getty
látin Donna Summer er látin, 63 ára, eftir baráttu við lungnakrabbamein. nordicphotos/getty
Barack Obama Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa vottað Donnu Summer virðingu sína. Diskódívan er látin, 63 ára gömul, eftir baráttu við lungnakrabbamein.

„Rödd hennar var ógleymanleg. Tónlistariðnaðurinn hefur misst goðsögn alltof snemma," sagði Obama. Barbra Streisand, sem söng dúett með Summer í laginu No More Tears (Enough Is Enough), sagðist vera í miklu uppnámi vegna fráfalls hennar. Dolly Parton, Dionne Warwick, Kylie Minogue og Sir Elton John vottuðu henni einnig virðingu sína.

Meðal þekktustu laga Summer voru I Feel Love, Love To Love You Baby og State of Independence. Summer hét réttu nafni LaDonna Adrian Gaines. Hún hóf feril sinn í kirkjukórum áður en hún söng með hinum ýmsu hljómsveitum og lék í söngleikjum bæði heima í Bandaríkjunum og erlendis. Hún var ein vinsælasta söngkona áttunda áratugarsins þegar diskótímabilið var í miklum blóma. „Ég vissi alltaf að ég yrði söngvari," sagði hún í viðtali árið 1989.

Summer bjó á Flórída ásamt eiginmanni sínum og lætur hún eftir sig þrjár dætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×