Lífið

Miðasala fer vel af stað

Tónlist Sigur Rós
Tónlist Sigur Rós
Miðasala á tónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hófst fyrir skömmu og fór hún vel af stað. Nokkur þúsund miðar eru þegar seldir en alls verða sjö þúsund miðar í boði á tónleikana, sem verða þeir einu með hljómsveitinni hér á landi. Þetta telst góður árangur, þegar enn eru sex mánuðir í tónleikana.

Ellefu manns verða á sviðinu. Auk brass- og strengjahljóðfæraleikara verða allir meðlimir Sigur Rósar á sviðinu nema hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson. Í stað hans spilar Ólafur Björn Ólafsson, Óbó, á hljómborð, auk þess sem Kjartan Holm, bróðir bassaleikarans Georgs, spilar á gítar. - mþl, fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×