Kynfæri keisarans Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég elska mat," sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. „Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda." Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: „Er þetta gildra?" Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Varkárni Ferry í samskiptum við fjölmiðla er skiljanleg. Árið 2007 veitti hann þýska dagblaðinu Welt Am Sonntag viðtal. Innblásinn af áköfum áhuga á hönnun og sjónlistum gætti hann ekki að sér er hann var spurður álits á byggingum Alberts Speer og kvikmyndum Leni Riefenstahl og kvaðst sjá ákveðna fegurð í íkonahefð nasista. Fjölmiðlar um heim allan gripu yfirlýsinguna á lofti. Ferry var úthrópaður nasisti. Hann baðst afsökunar á ummælunum og sagði þau einvörðungu hafa verið látin falla á forsendum listasögu. „Eins og allir aðrir heilvita einstaklingar álít ég nasistana og allt sem þeir stóðu fyrir illt og viðurstyggilegt." En skaðinn var skeður. Slík hneykslunargirni á í auknum mæli til að taka á sig mynd ritskoðandi afls samfélaga. Þar sem áður veifuðu þóttafullum vendi sínum valdhafar eða trúarleiðtogar kveður nú upp raust sína almennur grátkór vandlætingar. Mörk hins tæka skreppa saman jafnhratt og „dry clean only" peysa sem flæktist með sængurfötunum í þvottavélina. Í fyrradag eyðilagði gestur í listasafni í Suður-Afríku umdeilt málverk af forseta landsins, Jacob Zuma. Ástæðuna fyrir verknaðinum sagði hann virðingarleysið sem honum þótti felast í verkinu sem sýndi forsetann með kynfærin hangandi út um buxnaklaufina. Sama dag lýsti Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, þeirri skoðun sinni að skopmynd sem birtist í Fréttablaðinu um helgina af nöktum forseta Íslands væri „ósmekkleg og niðrandi og smánandi og lítilsvirðandi fyrir forseta Íslands og embættið". Gekk hann svo langt að spyrja hvort myndin, sem vísaði til ævintýrisins um nýju fötin keisarans, væri ekki lögreglumál. Hróp heykvíslakórsins glymja víða. Nýverið var nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar til að mynda gagnrýnd harðlega fyrir að draga upp afbakaða mynd af konum. En eigi valdir einstaklingar eða hópar að vera undanþegnir tjáningarfrelsinu, hvort sem það er á forsendum virðingar, hefða, trúarbragða eða pólitískrar rétthugsunar getum við allt eins lagt það af. Afsláttur á tjáningarfrelsinu jafngildir endalokum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ég elska mat," sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. „Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda." Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: „Er þetta gildra?" Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti. Varkárni Ferry í samskiptum við fjölmiðla er skiljanleg. Árið 2007 veitti hann þýska dagblaðinu Welt Am Sonntag viðtal. Innblásinn af áköfum áhuga á hönnun og sjónlistum gætti hann ekki að sér er hann var spurður álits á byggingum Alberts Speer og kvikmyndum Leni Riefenstahl og kvaðst sjá ákveðna fegurð í íkonahefð nasista. Fjölmiðlar um heim allan gripu yfirlýsinguna á lofti. Ferry var úthrópaður nasisti. Hann baðst afsökunar á ummælunum og sagði þau einvörðungu hafa verið látin falla á forsendum listasögu. „Eins og allir aðrir heilvita einstaklingar álít ég nasistana og allt sem þeir stóðu fyrir illt og viðurstyggilegt." En skaðinn var skeður. Slík hneykslunargirni á í auknum mæli til að taka á sig mynd ritskoðandi afls samfélaga. Þar sem áður veifuðu þóttafullum vendi sínum valdhafar eða trúarleiðtogar kveður nú upp raust sína almennur grátkór vandlætingar. Mörk hins tæka skreppa saman jafnhratt og „dry clean only" peysa sem flæktist með sængurfötunum í þvottavélina. Í fyrradag eyðilagði gestur í listasafni í Suður-Afríku umdeilt málverk af forseta landsins, Jacob Zuma. Ástæðuna fyrir verknaðinum sagði hann virðingarleysið sem honum þótti felast í verkinu sem sýndi forsetann með kynfærin hangandi út um buxnaklaufina. Sama dag lýsti Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, þeirri skoðun sinni að skopmynd sem birtist í Fréttablaðinu um helgina af nöktum forseta Íslands væri „ósmekkleg og niðrandi og smánandi og lítilsvirðandi fyrir forseta Íslands og embættið". Gekk hann svo langt að spyrja hvort myndin, sem vísaði til ævintýrisins um nýju fötin keisarans, væri ekki lögreglumál. Hróp heykvíslakórsins glymja víða. Nýverið var nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar til að mynda gagnrýnd harðlega fyrir að draga upp afbakaða mynd af konum. En eigi valdir einstaklingar eða hópar að vera undanþegnir tjáningarfrelsinu, hvort sem það er á forsendum virðingar, hefða, trúarbragða eða pólitískrar rétthugsunar getum við allt eins lagt það af. Afsláttur á tjáningarfrelsinu jafngildir endalokum þess.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun