"Ég er bara 5 ára…“ 31. maí 2012 06:00 Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar