Spyrjum að leikslokum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun