Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig 12. júní 2012 06:15 mannlíf Íslendingar greiða átta milljörðum krónum meira í tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi 2012 en fyrsta ársfjórðungi 2011. Launakostnaður ríkisins hefur hækkað um rúma fimm milljarða.fréttablaðið/anton Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. Þetta má sjá í tölum frá Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 1,9 prósentum af landsframleiðslu ársfjórðungsins, eða 4,6 prósentum af tekjum hins opinbera. Heildartekjur ríkisins jukust um rúm 11 prósent á milli ára, úr 160,8 milljörðum í 178,7. Það skýrist helst af átta milljarða króna aukningu í tekjusköttum, fjögurra milljarða aukningu í vöru- og þjónustusköttum og tveggja milljarða aukningu í rekstrartekjum. Útgjöld ríkisins hækkuðu hins vegar um 8,2 prósent á sama tíma, fóru úr 172,6 milljörðum í 186,7. Hækkunin skýrist aðallega af hærri launakostnaði sem nemur rúmum fimm milljörðum, 3,3 milljarða króna hækkun í kaupum á vöru og þjónustu, þriggja milljarða hækkun á vaxtakostnaði og 2,2 milljarða hækkun á félagslegum tilfærslum til heimila. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar sýna að þróunin sé í þá átt sem stefnt var að. Ekkert í þessum tölum bendi til annars en áætlanir um jöfnuð í ríkisfjármálum séu byggðar á lofti. „Hugmyndin var að ná niður hallanum beggja vegna frá," segir hann, og vísar til aukinna tekna og lægri útgjalda. „Útgjöldin hækka hins vegar að hluta til í takt við verðbólguna. Það þarf að láta tekjurnar hækka meira en útgjöldin." Þá hafi launaútgjöld hækkað mjög mikið, en því hafi aðilar kjarasamninga stjórnað á sínum tíma. Þórólfur segir stefna í rétta átt og ástandið sé mun betra hér en sjáist víða annars staðar. Það hái Íslandi einnig að þurfa að hafa stóran gjaldeyrisvarasjóð, en það fylgi því að vera með eigin gjaldmiðil. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira