Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins 12. júní 2012 07:15 SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira