Hraðfréttirnar í Kastljósið 14. júní 2012 09:00 Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, umsjónamenn Hraðfrétta, ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og verða meðal annars sem vikuleg innslög í Kastljósi frá og með næsta hausti. Fréttablaðið/anton „Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira