Flikkað upp á Fasteign? Guðbrandur Einarsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þann 4. júní sl. sendi Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. frá sér fréttatilkynningu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Samkvæmt fundargerðum Reykjanesbæjar var þetta mál á dagskrá bæjarráðs þann 18. maí sl. og hlaut þar samþykki allra bæjarráðsmanna sem eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka (Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks). Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni Fasteignar hf. og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, á vef Víkurfrétta að sveitarfélögin sem stærstu eigendur hafi náð fram öllum sínum samningsmarkmiðum. Ekki er á nokkurn hátt hægt að lesa út úr þessari fréttatilkynningu eða bókun bæjarráðs frá 18. maí hvaða áhrif þessi meinta endurskipulagning hefur á fjárhag Reykjanesbæjar til lengri eða skemmri tíma. Notað er orðalag eins og ásættanleg niðurstaða, veruleg lækkun og óvissu eytt, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir mig sem íbúa, vekur þetta upp fleiri spurningar en ég fæ svarað. Ætla ég þess vegna að leyfa mér að setja hér fram nokkrar spurningar sem ég fer fram á að kjörnir fulltrúar svari. Vænti ég þess að þeir hafi svör við þessum spurningum á reiðum höndum, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir hafi byggt ákvörðun sína á svipuðum vangaveltum og ég set hér fram. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofnað á árinu 2003. Innborgað hlutafé Reykjanesbæjar var á þeim tíma rúmar 500 milljónir. 1. Hvað er þetta hlutafé metið á núvirði? 2. Hvað verður um þetta hlutafé í þeirri endurskipulagningu Fasteignar sem nú fer fram? 3. Hversu háa fjárhæð þarf að afskrifa í bókum Reykjanesbæjar vegna þessarar endurskipulagningar? 4. Hvað á Reykjanesbær stóran hlut í nýrri Fasteign í prósentum talið og hvers virði er hann? 5. Mun Reykjanesbær þurfa að leggja til fjármuni til kaupa á hlutafé í nýrri Fasteign? Skv. fréttatilkynningu verður Eignarhaldsfélagið Fasteign í eigu níu sveitarfélaga ásamt Arion Banka. Gamla Fasteign var m.a. í eigu Íslandsbanka eða forvera hans. 6. Hver er ástæða þess að ný fjármálastofnun kemur að rekstri Fasteignar? Skv. fréttatilkynningu verður nýja Fasteign hreint leigufélag, þ.e. mun ekki sjá um viðhald eignanna eins og hingað til hefur viðgengist. Viðhaldið og rekstur fasteignanna mun því alfarið lenda á Reykjanesbæ. Viðhald eigna er auðvitað mismunandi eftir ástandi þeirra og aldri en hægt er að gera sér grein fyrir einhverjum meðaltalskostnaði með því að skoða heildarkostnað viðhalds yfir eitthvert tiltekið árabil. 7. Hver hefur árlegur viðhaldskostnaður Fasteignar hf. verið að meðaltali vegna þeirra eigna sem Reykjanesbær hefur leigt af félaginu, frá þeim tíma sem Fasteign hf. var stofnað? 8. Hvað getur Reykjanesbær reiknað með að þurfa að eyða í viðhald og rekstur fasteignanna? Svar óskast sem prósentuhlutfall af virði fasteignanna. Í fréttatilkynningu er greint frá því að gert sé ráð fyrir að leigugreiðslur lækki um og yfir 50% fyrstu árin frá því sem nú er. 9. Hversu lengi er gert ráð fyrir að þetta lækkunarástand vari? 10. Hver verður árleg húsaleiga til Fasteignar á meðan lækkunarástand varir? 11. Hvað tekur við eftir að lækkunarástandi lýkur? Í fréttatilkynningu er sagt frá því að leigutakar eigi þess kost að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Það gefur leigutökum mikið svigrúm er varðar endurfjármögnun og endurskipulagningu á þeirra eigin fjárhag. 12. Við hvaða mikla svigrúm er átt? 13. Hafa kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar látið skoða þetta mikla svigrúm og velt því fyrir sér hvort nýta megi það til hagsbóta fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Sagt er í fréttatilkynningu að leigan muni þó fylgja kostnaði félagsins og geti því tekið breytingum verði breytingar á ytri aðstæðum. 14. Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða kostnaður verður lagður til grundvallar húsaleigu, þannig að hver kostnaðarþáttur verði sýndur sem prósenta af virði eigna. Vegna þess að rekstur fasteigna er svo stór þáttur í rekstrarkostnaði sveitarfélaga skiptir máli að þeim fjármunum sé varið eins vel eins og kostur er. Það skiptir líka máli að ekki þurfi að koma til verulegra afskrifta á fjármunum sveitarfélaga vegna illa ígrundaðra ákvarðana kjörinna fulltrúa. Það sýnist mér vera að eiga sér stað í tilfelli Fasteignar. Það hlýtur því að vera réttmæt krafa að kjörnir fulltrúar geri íbúum grein fyrir þeim ákvörðunum sem þeir taka og varða íbúa miklu. Ekkert hefur birst opinberlega um þetta mál annað en fréttatilkynning frá Fasteign hf. og tilvitnanir í þann aðila sem býr við það hlutskipti að sitja beggja vegna borðs í málinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun