Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar 14. júní 2012 06:00 Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðanir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar