Lífið

Þjórshátíð haldin

valdimar Hljómsveitin Valdimar spilar á Þjórshátíð á laugardaginn.fréttablaðið/anton
valdimar Hljómsveitin Valdimar spilar á Þjórshátíð á laugardaginn.fréttablaðið/anton
Hópur ungmenna sem kallar sig Ungsól er að skipuleggja náttúruverndarhátíðina Þjórshátíð sem verður haldin 16. júní í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi.

Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Hápunkturinn verða tónleikar undir bláhimni með fallegu útsýni yfir Heklu og Þjórsá, þar sem fyrirhugað er að virkja. Meðal flytjenda eru Valdimar, Maggi Kjartans, Lockerbie, Pascal Pinon, Múgsefjun og Boogie Trouble. Aðgangur á hátíðina er ókeypis. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×