Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus".
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun