Öryggi sjúklinga – dæmisaga úr kerfinu Teitur Guðmundsson skrifar 19. júní 2012 06:00 Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga. Ég ætla ekki að fara sérstaklega ofan í kosti og galla þessa kerfis, en staðreyndin er sú að menn eru ekki allir sammála um ágæti þess. Það sem hins vegar er ótvíræður kostur er að það eru allir að vinna meira og minna í sama kerfinu sem gerir okkur auðvelt fyrir að tengja það saman. Það hafa lengi verið uppi hugmyndir um að bjóða út nýtt kerfi og skipta en einnig að reyna að nýta sem best það sem fyrir er. Þarna skiptast menn í fylkingar aftur svo það er flókið úrlausnarefni fyrir heilbrigðisyfirvöld að komast að niðurstöðu, að minnsta kosti hefur það ekki tekist enn og óljóst hvenær verður. En á meðan þessu stendur má velta því fyrir sér hvort öryggi sjúklinga geti verið ógnað þar sem upplýsingar um sjúklinga geta verið býsna mikilvægar og á stundum er sjúklingurinn ekki fær um að veita þær sjálfur, t.d. þegar hann er meðvitundarlaus í kjölfar lyfjaeitrunar þar sem hann hefur reynt að svipta sig lífi, en það getur verið mannbjörg að vita hvaða lyf viðkomandi innbyrti, eða jafnvel eftir slys eða alvarleg veikindi. Það þarf hins vegar ekki að vera svo dramatískt heldur getur sjúklingurinn einfaldlega verið að biðja um endurnýjun reglubundinna lyfja sinna eða leita eftir rannsóknarsvörum. Þarna myndi samtengd rafræn sjúkraskrá bæta verulega úr og hjálpa læknum og öðru heilbrigðisstarfssfólki að glíma við þessi verkefni og leysa þau á farsælan hátt, fyrir utan þann geysilega sparnað sem felst í að forða tvíverknaði. Umræða um persónuvernd og ýmis önnur tæknileg og hagsmunatengd atriði hefur tafið framgang þessa máls á landsvísu, en þó hefur tekist í nokkrum heilbrigðisumdæmum að klára þessa hugsun og tengja saman þjónustuaðila. Þar má til dæmis nefna Norðurland, Vesturland og Austurland. Íbúar á þessum svæðum geta treyst því að læknir þeirra geti nálgast upplýsingar um þá frá mismunandi stöðum innan hvers umdæmis fyrir sig til að geta veitt bestu mögulegu heilbrigðisjónustu sem völ er á hverju sinni. Á Norðurlandi get ég sem læknir séð rannsóknarsvör, lyfjaútskriftir og samskipti við aðra lækna um mína skjólstæðinga milliliðalaust í gegnum hið rafræna fyrirkomulag. Þetta getur skipt sköpum og sérstaklega þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða jafnvel svo einfaldan hlut sem endurnýjun lyfja viðkomandi. Þar sem ég er búsettur á höfuðborgarsvæðinu get ég hins vegar verið þess fullviss að engin slík samskipti eru milli heilsugæslu minnar, sérfræðilæknisins eða Landspítala Háskólasjúkrahúss sem er auðvitað forkastanlegt og reyndar má segja með öllu ólíðandi að sjúklingar, aðstandendur og ekki síst heilbrigðisstarfsfólk skuli sætta sig við slíka mismunum sem í þessu felst. Þessu þarf að breyta og það hratt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur um samtengda rafræna sjúkraskrá undanfarin ár og seinaganginn í því verkefni. Við höfum um nokkurt skeið verið með því sem næst sama sjúkraskrárkerfið á öllum heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum hérlendis, þá hafa einnig sérfræðilæknar og einkareknar læknastöðvar verið að notast við sama kerfið en það heitir Saga. Ég ætla ekki að fara sérstaklega ofan í kosti og galla þessa kerfis, en staðreyndin er sú að menn eru ekki allir sammála um ágæti þess. Það sem hins vegar er ótvíræður kostur er að það eru allir að vinna meira og minna í sama kerfinu sem gerir okkur auðvelt fyrir að tengja það saman. Það hafa lengi verið uppi hugmyndir um að bjóða út nýtt kerfi og skipta en einnig að reyna að nýta sem best það sem fyrir er. Þarna skiptast menn í fylkingar aftur svo það er flókið úrlausnarefni fyrir heilbrigðisyfirvöld að komast að niðurstöðu, að minnsta kosti hefur það ekki tekist enn og óljóst hvenær verður. En á meðan þessu stendur má velta því fyrir sér hvort öryggi sjúklinga geti verið ógnað þar sem upplýsingar um sjúklinga geta verið býsna mikilvægar og á stundum er sjúklingurinn ekki fær um að veita þær sjálfur, t.d. þegar hann er meðvitundarlaus í kjölfar lyfjaeitrunar þar sem hann hefur reynt að svipta sig lífi, en það getur verið mannbjörg að vita hvaða lyf viðkomandi innbyrti, eða jafnvel eftir slys eða alvarleg veikindi. Það þarf hins vegar ekki að vera svo dramatískt heldur getur sjúklingurinn einfaldlega verið að biðja um endurnýjun reglubundinna lyfja sinna eða leita eftir rannsóknarsvörum. Þarna myndi samtengd rafræn sjúkraskrá bæta verulega úr og hjálpa læknum og öðru heilbrigðisstarfssfólki að glíma við þessi verkefni og leysa þau á farsælan hátt, fyrir utan þann geysilega sparnað sem felst í að forða tvíverknaði. Umræða um persónuvernd og ýmis önnur tæknileg og hagsmunatengd atriði hefur tafið framgang þessa máls á landsvísu, en þó hefur tekist í nokkrum heilbrigðisumdæmum að klára þessa hugsun og tengja saman þjónustuaðila. Þar má til dæmis nefna Norðurland, Vesturland og Austurland. Íbúar á þessum svæðum geta treyst því að læknir þeirra geti nálgast upplýsingar um þá frá mismunandi stöðum innan hvers umdæmis fyrir sig til að geta veitt bestu mögulegu heilbrigðisjónustu sem völ er á hverju sinni. Á Norðurlandi get ég sem læknir séð rannsóknarsvör, lyfjaútskriftir og samskipti við aðra lækna um mína skjólstæðinga milliliðalaust í gegnum hið rafræna fyrirkomulag. Þetta getur skipt sköpum og sérstaklega þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða jafnvel svo einfaldan hlut sem endurnýjun lyfja viðkomandi. Þar sem ég er búsettur á höfuðborgarsvæðinu get ég hins vegar verið þess fullviss að engin slík samskipti eru milli heilsugæslu minnar, sérfræðilæknisins eða Landspítala Háskólasjúkrahúss sem er auðvitað forkastanlegt og reyndar má segja með öllu ólíðandi að sjúklingar, aðstandendur og ekki síst heilbrigðisstarfsfólk skuli sætta sig við slíka mismunum sem í þessu felst. Þessu þarf að breyta og það hratt!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun