Menningarminjar okkar allra Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar