Öll dýrkum við útlitið 10. júlí 2012 06:00 Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Ég taldi sjálfum mér lengi trú um að svo gilti ekki um mig. Eins og með svo margt annað í lífinu taldi ég mig, í hroka mínum, upp yfir slíkt hafinn og benti gjarnan á að greiða hefur ekki snert hár mitt í tuttugu ár, nema í höndum hárskera. En auðvitað var það ekkert nema blekking. Kannski hélt ég mig vera slíkan bóhem að útlit skipti mig engu, að ég lifði á astralplaninu þar sem einungis háleitar hugsanir ríkja og veraldlegt pjatt, eins og útlit þess hulsturs sem hýsir mína leitandi sál, skipti mig engu. Svo gafst ég upp á þeirri sjáfsblekkingu og fór í ræktina. Það er sérkennileg reynsla fyrir mann sem þekkir lítið til slíkra stofnana að stunda ræktina. Það er eins og að ganga inn í menningarheim sem var manni hulinn, því menning er það. Alls kyns fólk hamast við að koma sér í form, stæla þolið, stækka vöðvana eða hvað það er sem er markmið hvers og eins. Appelsínugulir og bleikir spandex-gallar hamast við, hvort sem markmiðið er öfugur blómavasavöxtur úr Disney-mynd eða eitthvað annað. Og svo kemur sturtan. Það er virkilega skemmtileg menning sem ríkir í karlaklefanum í ræktinni. Þarna spjöllum við naktir, fullorðnir karlmenn að gera eitthvað í okkar málum. Og það er ástæða fyrir því að speglar þekja alla veggi í þurrkrýminu. Við viljum sjá hvernig okkur gengur. Sumir okkar fara laumulega í þetta. Við spennum vöðvana svo lítið á beri á meðan við þurrkum okkur, fullvissir um að fylgist einhver með líti hann á kreppta vöðva sem merki um öflugan þurrk. Aðrir eru ekkert að lauamst. Þeir standa og spenna sig á alla kanta, horfa á maga, síðu og rass og dæsa af aðdáun. Það er eitthvað skemmtilega frelsandi við slíka pukurslausa sjálfsdýrkun. Það er auðvelt að fara út í öfgar í útlitsdýrkun og félagslegur þrýstingur í þá veru getur beinlínis verið skaðlegur. En við sem höfum gert eitthvað sem við teljum gera okkur flottari, mættum oft sýna því sem annað fólk gerir í sama tilgangi meiri skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Ég taldi sjálfum mér lengi trú um að svo gilti ekki um mig. Eins og með svo margt annað í lífinu taldi ég mig, í hroka mínum, upp yfir slíkt hafinn og benti gjarnan á að greiða hefur ekki snert hár mitt í tuttugu ár, nema í höndum hárskera. En auðvitað var það ekkert nema blekking. Kannski hélt ég mig vera slíkan bóhem að útlit skipti mig engu, að ég lifði á astralplaninu þar sem einungis háleitar hugsanir ríkja og veraldlegt pjatt, eins og útlit þess hulsturs sem hýsir mína leitandi sál, skipti mig engu. Svo gafst ég upp á þeirri sjáfsblekkingu og fór í ræktina. Það er sérkennileg reynsla fyrir mann sem þekkir lítið til slíkra stofnana að stunda ræktina. Það er eins og að ganga inn í menningarheim sem var manni hulinn, því menning er það. Alls kyns fólk hamast við að koma sér í form, stæla þolið, stækka vöðvana eða hvað það er sem er markmið hvers og eins. Appelsínugulir og bleikir spandex-gallar hamast við, hvort sem markmiðið er öfugur blómavasavöxtur úr Disney-mynd eða eitthvað annað. Og svo kemur sturtan. Það er virkilega skemmtileg menning sem ríkir í karlaklefanum í ræktinni. Þarna spjöllum við naktir, fullorðnir karlmenn að gera eitthvað í okkar málum. Og það er ástæða fyrir því að speglar þekja alla veggi í þurrkrýminu. Við viljum sjá hvernig okkur gengur. Sumir okkar fara laumulega í þetta. Við spennum vöðvana svo lítið á beri á meðan við þurrkum okkur, fullvissir um að fylgist einhver með líti hann á kreppta vöðva sem merki um öflugan þurrk. Aðrir eru ekkert að lauamst. Þeir standa og spenna sig á alla kanta, horfa á maga, síðu og rass og dæsa af aðdáun. Það er eitthvað skemmtilega frelsandi við slíka pukurslausa sjálfsdýrkun. Það er auðvelt að fara út í öfgar í útlitsdýrkun og félagslegur þrýstingur í þá veru getur beinlínis verið skaðlegur. En við sem höfum gert eitthvað sem við teljum gera okkur flottari, mættum oft sýna því sem annað fólk gerir í sama tilgangi meiri skilning.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun