Oliver Cromwell Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar