Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica 12. júlí 2012 13:00 Falin vandræði? Óvíst er hvers vegna Tom Cruise lét líma yfir öryggismyndavélar Hilton hótelsins í Reykjavík, en ýmsar getgátur eru um málið. Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira