Pawel Bartoszek svarað Ögmundur Jónasson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun