Færri komust að en vildu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR unnu í fyrra. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu. Mikill áhugi var hjá íslenskum afrekskylfingum á mótinu og komust færri að en vildu í karlaflokknum en alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur. Leiknir verða fjórir keppnishringir á fjórum keppnisdögum – alls 72 holur. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á tveimur síðustu keppnisdögunum á Stöð 2 sport. Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson hafa sigrað oftast á Íslandsmótinu í höggleik – en þeir eiga báðir 6 titla. Björgvin sigraði í fyrsta sinn árið 1971 og síðast árið 1977 og ef hann verður með á þessu móti verður þetta 49. Íslandsmót hans í röð. Úlfar sigraði í fyrsta sinn árið 1986 og í sjötta sinn árið 1992. Af þeim sem taka þátt í ár er Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG með flesta titla, alls 4. Karen Sævarsdóttir hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í kvennaflokki – alls 8 sinnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er á meðal keppenda en hún hefur fjórum sinnum sigrað á Íslandsmótinu – fyrst árið 1985 og síðast árið 2003.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira