Katie Holmes fær 48.388.000 krónur á ári í meðlag frá fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise.
Holmes skrifaði undir kaupmála áður en hún gekk að eiga Cruise árið 2006 og á því ekki rétt á að fá hluta af eignum hans, en leikarinn er metinn upp á 30 milljarða króna.
Cruise ber þó skylda til að borga meðlag með dóttur þeirra, Suri Cruise, þar til hún nær 18 ára aldri. Holmes fær um fjórar milljónir í meðlag á mánuði næstu árin.
Cruise á tvö önnur börn, Isabellu og Connor, sem hann ættleiddi ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Nicole Kidman.
