Í fótspor Kevin Bacon og Benicio del Toro 28. ágúst 2012 08:00 Í fótspor frægra Ólöf Jara hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School í New York í næstu viku. Þar fetar hún meðal annars í fótspor Kevins Bacon.Fréttablaðið/Gunnar „Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af góðu vinum sem eru tilbúnir til að koma og hjálpa mér. Sérstaklega er heppilegt hvað ég á mikið af hæfileikaríkum vinum," segir Ólöf Jara Skagfjörð sem heldur kveðjutónleika í kvöld þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram. Ólöf Jara flytur til New York í næstu viku þar sem hún hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School. Þar fetar hún í fótspor ekki ómerkari manna en Kevins Bacon, Philips Seymour Hoffman og Benicio del Toro, en þeir gengu í þennan sama skóla sem hefur verið starfandi frá árinu 1963 og er í beinu sambandi við leikhús á Broadway. „Þetta er tveggja ára nám og planið er að klára það og sjá svo hvað gerist. Kannski komum við svo bara aftur heim en við höldum öllu opnu," segir Ólöf Jara. Kærastinn hennar, Þórður Gunnar Þorvaldsson, fer einnig í skóla úti og ætlar að læra upptökustjórn og hljóðverkfræði. Þau Ólöf Jara og Þórður Gunnar ætla að kveðja landann á Gamla Gauknum í kvöld og verður dagskráin ekki af verri endanum. Meðal þeirra sem þenja raddböndin verða þau Heiða Ólafs, Magni, Pétur Örn og Matti Matt og Ævar Þór Benediktsson sér um að kynna liðið til leiks. „Svo verða mamma og pabbi þarna auk þess sem við Gunnar flytjum nokkur lög og hljómsveitin okkar Fönix," segir Ólöf Jara en eins og flestir vita er hún dóttir Valgeirs Skagfjörð og Guðrúnar Gunnarsdóttur. „Svo verður bara létt og þægileg stemning þarna og öllum velkomið að koma upp á svið og syngja," segir hún og hvetur alla til að kíkja inn, en aðgangseyririnn er litlar 1.000 krónur.- trs Lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira
„Ég er ótrúlega heppin með hvað ég á mikið af góðu vinum sem eru tilbúnir til að koma og hjálpa mér. Sérstaklega er heppilegt hvað ég á mikið af hæfileikaríkum vinum," segir Ólöf Jara Skagfjörð sem heldur kveðjutónleika í kvöld þar sem fjöldi þekktra listamanna kemur fram. Ólöf Jara flytur til New York í næstu viku þar sem hún hefur leiklistarnám í Circle in the Square Theatre School. Þar fetar hún í fótspor ekki ómerkari manna en Kevins Bacon, Philips Seymour Hoffman og Benicio del Toro, en þeir gengu í þennan sama skóla sem hefur verið starfandi frá árinu 1963 og er í beinu sambandi við leikhús á Broadway. „Þetta er tveggja ára nám og planið er að klára það og sjá svo hvað gerist. Kannski komum við svo bara aftur heim en við höldum öllu opnu," segir Ólöf Jara. Kærastinn hennar, Þórður Gunnar Þorvaldsson, fer einnig í skóla úti og ætlar að læra upptökustjórn og hljóðverkfræði. Þau Ólöf Jara og Þórður Gunnar ætla að kveðja landann á Gamla Gauknum í kvöld og verður dagskráin ekki af verri endanum. Meðal þeirra sem þenja raddböndin verða þau Heiða Ólafs, Magni, Pétur Örn og Matti Matt og Ævar Þór Benediktsson sér um að kynna liðið til leiks. „Svo verða mamma og pabbi þarna auk þess sem við Gunnar flytjum nokkur lög og hljómsveitin okkar Fönix," segir Ólöf Jara en eins og flestir vita er hún dóttir Valgeirs Skagfjörð og Guðrúnar Gunnarsdóttur. „Svo verður bara létt og þægileg stemning þarna og öllum velkomið að koma upp á svið og syngja," segir hún og hvetur alla til að kíkja inn, en aðgangseyririnn er litlar 1.000 krónur.- trs
Lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira