Meirihluti telur Ísland á réttri leið 30. ágúst 2012 06:00 Sumri hallar, sumarleyfum lýkur og skólarnir hefjast. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Margt er þó öðruvísi en fyrir fáeinum misserum. Margt hefur færst til hins betra eins og margir verða varir við. Við höfum þó ekki enn jafnað okkur fyllilega eftir áföll efnahagshrunsins. Vanskil eru enn óeðlilega tíð þótt vísbendingar séu um að úr þeim kunni að draga á næstunni. Eitt af því sem breyst hefur eru viðhorf almennings til lífsins og tilverunnar eins og þau eru mæld af ýmsum ábyrgum aðilum. Flestar eru breytingarnar ánægjulegar og bera vott um að Íslendingum líði almennt betur en fyrstu tvö árin eftir bankahrunið. Allt í kringum okkur sjáum við merki um jákvæða þróun efnahagslífsins og vonir vakna um bættan hag og aukið fjárhagslegt öryggi. Þessi kennd á sér fótfestu í áþreifanlegum breytingum sem orðið hafa til batnaðar. Stjórnarandstöðuflokkarnir virðast eiga afar erfitt með að sætta sig við þetta og reyna enn að telja þjóðinni trú um að hvítt sé svart og svart sé hvítt í málflutningi sínum. Vélin er hætt að höktaÞað er gott að hafa hugfast að með hruninu minnkaði landsframleiðslan um 13% og henni fylgdi ógnvænleg kaupmáttarrýrnun og greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og heimila. Í samfellt tvö ár hafa þessi mál verið að þróast til betri vegar og nú vantar okkur aðeins um 2,5 prósentustig til að landsframleiðsla verði jafnmikil og hún var á hátindi bóluhagkerfisins fyrir hrunið. Það markmið er vel innan seilingar. Þetta helst í hendur við minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt eins og allir geta kynnt sér í gögnum Hagstofu Íslands, Seðlabankans og Vinnumálastofnunar. Fæst lönd geta státað af því að atvinnuleysi sé undir 5% eins og reyndin er hér á landi. Sama á við um hagvöxtinn sem er nálægt þremur prósentum. Þá berast ánægjuleg tíðindi af lækkun verðlags síðustu fjóra mánuði, en verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 4,1%. En ef einhver er ekki viss um að breytingar hafi orðið til batnaðar er ágætt að rýna í það sem fólk hefur sjálft um ástandið að segja og hvernig það lítur á málin. Þess vegna eru ýmsir félagsvísar og mælingar á lífsánægju æði merkilegar. Það sem fólk segir sjálftEurobarometer, eins konar þjóðarpúls Evrópulandanna, hefur birt könnun meðal mismunandi þjóða þar sem spurt er hvort íbúar telji land sitt á réttri eða rangri leið. Um þetta var fjallað í netmiðlum í síðustu viku. Þar kom fram að fleiri Íslendingar telja nú samfélagið á réttri leið en rangri og fleiri Íslendingar eru jákvæðir gagnvart samfélagsþróuninni en íbúar flestra annarra Evrópulanda. Aðeins Svíar eru jákvæðari en Íslendingar í afstöðu sinni að þessu leyti. Um helmingur aðspurðra hér á landi telur nú að landið sé á réttri leið. Þetta kemur ágætlega heim og saman við aðra tegund mælingar sem Capacent hér á landi hefur gert á lífsmati og lífsánægju. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Þeir sem eru mjög ánægðir og bjartsýnir, dafna m.ö.o., voru 43% svarenda árið 2010 en eru nú 65%. Fjölgun í þessum hópi er meiri en 50% frá árinu 2010. Sá hópur sem er í basli – er hvorki ánægður né óánægður – minnkar úr 53% í 32% svarenda á sama tíma. Þeir sem eru í verstu stöðu og telja sig búa við þrengingar voru um 5% en hefur fækkað í tæplega 3% núna. Mikilvægi þess að draga úr ójöfnuðiÞessar breytingar á viðhorfum tala sínu máli og bæta þá mynd sem við þurfum að hafa af framvindunni. Hér er því ekki haldið fram að allt sé nú orðið eins og best verður á kosið. En á móti fullyrði ég að sú stefna sem ríkisstjórnin og þingmeirihluti Samfylkingar og VG hefur fylgt, hefur einmitt miðað að því að færa byrðar hrunsins á herðar hinna ríkari og um leið hlífa þeim sem lakar standa eftir megni. Aðgerðir hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og verja velferðarkerfið. Vísbendingar og talnagögn um að dregið hafi úr ójöfnuði þeim sem hægrimenn ýttu undir fyrir hrun tala sínu máli. Við höfum náð eftirtektarverðum árangri við að verja velferðarkerfið og lífskjör þeirra sem veikast stóðu þegar hrunið skall á. Fólkið sem aldrei tók þátt í gróðabralli bóluhagkerfisins en hefði án nokkurs vafa orðið harðast úti í afleiðingum hrunsins, ef hægrimenn hefðu verið við völd. Það hefur verið sérstakt markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr ójöfnuði með því að beita skattkerfinu og bótakerfinu og draga úr byrðum þeirra sem síst geta borið þær. Það hefur borið ríkulegan árangur. Árið 2010 vorum við loks í hópi þeirra 10 þjóða sem búa við minnstan ójöfnuð í heiminum en á árunum fyrir hrun stefndi Ísland hraðbyri í að verða eitt af mestu ójafnaðarlöndum okkar heimshluta. Fátt sýnir með áþreifanlegri hætti muninn á stjórnarstefnu velferðarríkisstjórnar Samfylkingar og VG og þeirra hægristjórna hér sem hafa starfað undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins. Hægrimönnum er í mun að láta aukna skatta á hina tekjuhæstu líta út sem almenna vaxandi skattpíningu. Það er auðvitað fjarstæða. Reyndin er auk þess sú, að eftir því sem úr ójöfnuði dregur batnar líðan fólks og ekki aðeins það, því bætt lýðheilsa og minni tíðni glæpa virðist einnig haldast í hendur við minnkandi ójöfnuð. Við þetta staldra nú fræðimenn beggja vegna Atlantshafsins og Íslendingar finna í vaxandi mæli að þetta er rétta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sumri hallar, sumarleyfum lýkur og skólarnir hefjast. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Margt er þó öðruvísi en fyrir fáeinum misserum. Margt hefur færst til hins betra eins og margir verða varir við. Við höfum þó ekki enn jafnað okkur fyllilega eftir áföll efnahagshrunsins. Vanskil eru enn óeðlilega tíð þótt vísbendingar séu um að úr þeim kunni að draga á næstunni. Eitt af því sem breyst hefur eru viðhorf almennings til lífsins og tilverunnar eins og þau eru mæld af ýmsum ábyrgum aðilum. Flestar eru breytingarnar ánægjulegar og bera vott um að Íslendingum líði almennt betur en fyrstu tvö árin eftir bankahrunið. Allt í kringum okkur sjáum við merki um jákvæða þróun efnahagslífsins og vonir vakna um bættan hag og aukið fjárhagslegt öryggi. Þessi kennd á sér fótfestu í áþreifanlegum breytingum sem orðið hafa til batnaðar. Stjórnarandstöðuflokkarnir virðast eiga afar erfitt með að sætta sig við þetta og reyna enn að telja þjóðinni trú um að hvítt sé svart og svart sé hvítt í málflutningi sínum. Vélin er hætt að höktaÞað er gott að hafa hugfast að með hruninu minnkaði landsframleiðslan um 13% og henni fylgdi ógnvænleg kaupmáttarrýrnun og greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og heimila. Í samfellt tvö ár hafa þessi mál verið að þróast til betri vegar og nú vantar okkur aðeins um 2,5 prósentustig til að landsframleiðsla verði jafnmikil og hún var á hátindi bóluhagkerfisins fyrir hrunið. Það markmið er vel innan seilingar. Þetta helst í hendur við minnkandi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt eins og allir geta kynnt sér í gögnum Hagstofu Íslands, Seðlabankans og Vinnumálastofnunar. Fæst lönd geta státað af því að atvinnuleysi sé undir 5% eins og reyndin er hér á landi. Sama á við um hagvöxtinn sem er nálægt þremur prósentum. Þá berast ánægjuleg tíðindi af lækkun verðlags síðustu fjóra mánuði, en verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 4,1%. En ef einhver er ekki viss um að breytingar hafi orðið til batnaðar er ágætt að rýna í það sem fólk hefur sjálft um ástandið að segja og hvernig það lítur á málin. Þess vegna eru ýmsir félagsvísar og mælingar á lífsánægju æði merkilegar. Það sem fólk segir sjálftEurobarometer, eins konar þjóðarpúls Evrópulandanna, hefur birt könnun meðal mismunandi þjóða þar sem spurt er hvort íbúar telji land sitt á réttri eða rangri leið. Um þetta var fjallað í netmiðlum í síðustu viku. Þar kom fram að fleiri Íslendingar telja nú samfélagið á réttri leið en rangri og fleiri Íslendingar eru jákvæðir gagnvart samfélagsþróuninni en íbúar flestra annarra Evrópulanda. Aðeins Svíar eru jákvæðari en Íslendingar í afstöðu sinni að þessu leyti. Um helmingur aðspurðra hér á landi telur nú að landið sé á réttri leið. Þetta kemur ágætlega heim og saman við aðra tegund mælingar sem Capacent hér á landi hefur gert á lífsmati og lífsánægju. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Þeir sem eru mjög ánægðir og bjartsýnir, dafna m.ö.o., voru 43% svarenda árið 2010 en eru nú 65%. Fjölgun í þessum hópi er meiri en 50% frá árinu 2010. Sá hópur sem er í basli – er hvorki ánægður né óánægður – minnkar úr 53% í 32% svarenda á sama tíma. Þeir sem eru í verstu stöðu og telja sig búa við þrengingar voru um 5% en hefur fækkað í tæplega 3% núna. Mikilvægi þess að draga úr ójöfnuðiÞessar breytingar á viðhorfum tala sínu máli og bæta þá mynd sem við þurfum að hafa af framvindunni. Hér er því ekki haldið fram að allt sé nú orðið eins og best verður á kosið. En á móti fullyrði ég að sú stefna sem ríkisstjórnin og þingmeirihluti Samfylkingar og VG hefur fylgt, hefur einmitt miðað að því að færa byrðar hrunsins á herðar hinna ríkari og um leið hlífa þeim sem lakar standa eftir megni. Aðgerðir hafa miðað að því að draga úr ójöfnuði og verja velferðarkerfið. Vísbendingar og talnagögn um að dregið hafi úr ójöfnuði þeim sem hægrimenn ýttu undir fyrir hrun tala sínu máli. Við höfum náð eftirtektarverðum árangri við að verja velferðarkerfið og lífskjör þeirra sem veikast stóðu þegar hrunið skall á. Fólkið sem aldrei tók þátt í gróðabralli bóluhagkerfisins en hefði án nokkurs vafa orðið harðast úti í afleiðingum hrunsins, ef hægrimenn hefðu verið við völd. Það hefur verið sérstakt markmið ríkisstjórnarinnar að draga úr ójöfnuði með því að beita skattkerfinu og bótakerfinu og draga úr byrðum þeirra sem síst geta borið þær. Það hefur borið ríkulegan árangur. Árið 2010 vorum við loks í hópi þeirra 10 þjóða sem búa við minnstan ójöfnuð í heiminum en á árunum fyrir hrun stefndi Ísland hraðbyri í að verða eitt af mestu ójafnaðarlöndum okkar heimshluta. Fátt sýnir með áþreifanlegri hætti muninn á stjórnarstefnu velferðarríkisstjórnar Samfylkingar og VG og þeirra hægristjórna hér sem hafa starfað undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins. Hægrimönnum er í mun að láta aukna skatta á hina tekjuhæstu líta út sem almenna vaxandi skattpíningu. Það er auðvitað fjarstæða. Reyndin er auk þess sú, að eftir því sem úr ójöfnuði dregur batnar líðan fólks og ekki aðeins það, því bætt lýðheilsa og minni tíðni glæpa virðist einnig haldast í hendur við minnkandi ójöfnuð. Við þetta staldra nú fræðimenn beggja vegna Atlantshafsins og Íslendingar finna í vaxandi mæli að þetta er rétta leiðin.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun