Bankar hagnast um tólf milljarða hvor 31. ágúst 2012 07:00 Góður gangur Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og samhliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans.fréttablaðið/pjetur Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira