Ben Stiller og Þórey Össur Skarphéðinsson skrifar 8. september 2012 06:00 Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun