Vandinn liggur í kjörunum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. september 2012 10:30 Ef fram heldur sem horfir verður lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli vera með leikskólakennarapróf ekki uppfyllt fyrr en árið 2041 í allra fyrsta lagi. Sá útreikningur miðast þó við að hvert þeirra 180 námsplássa sem til boða standa ár hvert séu fullnýtt og að ekkert brottfall berði úr námi og allir útskrifaðir skili sér til starfa. Á sama tíma dregur úr aðsókn í leikskólakennaranám og á því námsári sem nú er nýhafið er langt frá því að hvert námspláss í greininni sé skipað. Þetta er heldur öfugsnúið. Enginn sem hefur kynnt sér kjör leikskólakennara getur þó undrast ástandið. Þessi kjör eru ekki aðlaðandi og í raun auðvelt að setja sig í spor ungs fólks sem stendur frammi fyrir því að velja sér námsbraut, eða velja það að fara beint út á vinnumarkaðinn án þess að verja tíma og peningum í starfsmenntun, að laun sem losa 300 þúsund krónur á mánuði séu ekki freistandi kostur eftir fimm ára háskólanám með tilheyrandi söfnun námslánaskulda í tilviki flestra, auk þess sem starfsævin hefst jú síðar eftir því sem nám er lengra. Starf leikskóla hér á landi er til fyrirmyndar þökk sé einvalaliði sem hefur valið sér þennan starfsvettvang þrátt fyrir kjörin. Undanfarin ár hefur auk þess átt sér stað þróun í starfi leikskólanna, þróun sem gerir vaxandi kröfur til starfsfólks. Námskrá fyrir leikskóla er á forræði ríkisins þannig að menntamálayfirvöld í landinu leggja línurnar um innra starf leikskólanna og um leið kröfur sem gerðar eru til starfsmanna þeirra. Menntun leikskólakennara er sömuleiðis á borði ríkisins. Rekstur leikskóla er hins vegar á forræði sveitarfélaganna í landinu. Það eru þau sem semja um kaup og kjör við leikskólakennara, og annað starfsfólk leikskóla, og greiða þeim launin. Í takt við aukinn metnað ríkisins um innra starf leikskóla hefur leiksólakennaranám verið lengt úr þremur árum í fimm. Á fáeinum áratugum hefur nám leikskólakennara þannig þróast frá því að vera þriggja ára nám á framhaldsskólastigi yfir í að vera fimm ára háskólanám. Þessi þróun endurspeglast hins vegar á engan hátt í launaþróun leikskólakennara. Metnaður menntamálayfirvalda fyrir fyrsta skólastiginu, leikskólanum, eykst sem endurspeglast í námskránni og auknum kröfum um menntun leikskólakennara. Á sama tíma standa sveitarfélögin fast á bremsunni varðandi launakjör stéttarinnar. Þannig virðist sem ríki og sveitarfélög gangi ekki alveg í takt þegar kemur að málefnum leikskólanna. Þá má velta fyrir sér tilganginum með lagasetningu sem ljóst er að ekki verður hægt að uppfylla fyrr en eftir nokkra áratugi, og viljanum til að fara að lögum þegar mál standa eins og raun ber vitni. Eitthvað verður undan að láta því það er ólíklegt að hægt verði að freista nægilega margra til þess að leggja út í fimm ára háskólanám upp á þau býti sem bjóðast í leikskólunum. Ríki og sveitarfélög þurfa að ganga í takt og sá taktur verður að vera raunhæfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ef fram heldur sem horfir verður lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli vera með leikskólakennarapróf ekki uppfyllt fyrr en árið 2041 í allra fyrsta lagi. Sá útreikningur miðast þó við að hvert þeirra 180 námsplássa sem til boða standa ár hvert séu fullnýtt og að ekkert brottfall berði úr námi og allir útskrifaðir skili sér til starfa. Á sama tíma dregur úr aðsókn í leikskólakennaranám og á því námsári sem nú er nýhafið er langt frá því að hvert námspláss í greininni sé skipað. Þetta er heldur öfugsnúið. Enginn sem hefur kynnt sér kjör leikskólakennara getur þó undrast ástandið. Þessi kjör eru ekki aðlaðandi og í raun auðvelt að setja sig í spor ungs fólks sem stendur frammi fyrir því að velja sér námsbraut, eða velja það að fara beint út á vinnumarkaðinn án þess að verja tíma og peningum í starfsmenntun, að laun sem losa 300 þúsund krónur á mánuði séu ekki freistandi kostur eftir fimm ára háskólanám með tilheyrandi söfnun námslánaskulda í tilviki flestra, auk þess sem starfsævin hefst jú síðar eftir því sem nám er lengra. Starf leikskóla hér á landi er til fyrirmyndar þökk sé einvalaliði sem hefur valið sér þennan starfsvettvang þrátt fyrir kjörin. Undanfarin ár hefur auk þess átt sér stað þróun í starfi leikskólanna, þróun sem gerir vaxandi kröfur til starfsfólks. Námskrá fyrir leikskóla er á forræði ríkisins þannig að menntamálayfirvöld í landinu leggja línurnar um innra starf leikskólanna og um leið kröfur sem gerðar eru til starfsmanna þeirra. Menntun leikskólakennara er sömuleiðis á borði ríkisins. Rekstur leikskóla er hins vegar á forræði sveitarfélaganna í landinu. Það eru þau sem semja um kaup og kjör við leikskólakennara, og annað starfsfólk leikskóla, og greiða þeim launin. Í takt við aukinn metnað ríkisins um innra starf leikskóla hefur leiksólakennaranám verið lengt úr þremur árum í fimm. Á fáeinum áratugum hefur nám leikskólakennara þannig þróast frá því að vera þriggja ára nám á framhaldsskólastigi yfir í að vera fimm ára háskólanám. Þessi þróun endurspeglast hins vegar á engan hátt í launaþróun leikskólakennara. Metnaður menntamálayfirvalda fyrir fyrsta skólastiginu, leikskólanum, eykst sem endurspeglast í námskránni og auknum kröfum um menntun leikskólakennara. Á sama tíma standa sveitarfélögin fast á bremsunni varðandi launakjör stéttarinnar. Þannig virðist sem ríki og sveitarfélög gangi ekki alveg í takt þegar kemur að málefnum leikskólanna. Þá má velta fyrir sér tilganginum með lagasetningu sem ljóst er að ekki verður hægt að uppfylla fyrr en eftir nokkra áratugi, og viljanum til að fara að lögum þegar mál standa eins og raun ber vitni. Eitthvað verður undan að láta því það er ólíklegt að hægt verði að freista nægilega margra til þess að leggja út í fimm ára háskólanám upp á þau býti sem bjóðast í leikskólunum. Ríki og sveitarfélög þurfa að ganga í takt og sá taktur verður að vera raunhæfur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun