Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2012 07:00 Aron Jóhannsson sést hér í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira