Allir við sama borð Guðbjartur Hannesson skrifar 14. september 2012 06:00 Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag er haldið hringþing um menntamál innflytjenda. Þar koma saman fulltrúar þeirra fjölmörgu aðila sem koma að málaflokknum til að skapa samræðuvettvang, meta stöðuna og leggja drög að sameiginlegri stefnu og forgangsröðun. Á síðasta áratug tvöfaldaðist hlutfall innflytjenda á Íslandi, fólk víðs vegar að úr heiminum sem kom ekki einungis hingað til að vinna heldur til að hefja nýtt líf með öllum þeim breytingum sem því fylgja; að flytja, ný menning, nýtt tungumál og allt ókunnugt og glíman við stjórnsýsluna oft og tíðum erfið. Tölfræðin sýnir að innflytjendur skrá sig síður í framhaldsskóla en Íslendingar og enn færri ljúka námi. Það gefur vísbendingar um að ekki sé verið að mæta þörfum þeirra í menntakerfinu og því mikilvægt að þeir sem koma að þessum málaflokki leiti leiða til að tryggja að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir og njóti sömu tækifæra til virkar þátttöku í samfélaginu. Þannig spornum við gegn þeirri þróun sem við sjáum víða í nágrannalöndum okkar, þar sem önnur kynslóð innflytjenda hefur farið halloka í samfélaginu og stéttaskipting hefur myndast. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og komið er til móts við hvern einstakling svo hann geti verið virkur samfélagsþegn. Við tryggjum aðgengi fyrir fatlað fólk, læknisþjónustu fyrir veika og með sama hætti verðum við að styðja innflytjendur nægilega vel til að tryggja að þeir njóti sömu tækifæra til þess að vera virkir þegnar í íslensku samfélagi. Á hringþingi um menntamál innflytjenda er ætlunin að fjalla um málefni þessa hóps á öllum skólastigum, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu, en um samstarfsverkefni er að ræða meðal fjölda aðila sem koma að málefnum innflytjenda. Það er von mín að sú vinna sem þar fer fram verði fyrsta skref í átt að því að viðurkenna þá miklu þekkingu, reynslu og menningu sem hefur komið með innflytjendum til landsins og tryggja að allir sitji við sama borð.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar