Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2012 06:00 Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun