Löng bið loksins á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2012 07:00 Stjörnustelpur leika sinn fyrsta Evrópuleik í kvöld og þeirra bíður mjög erfitt verkefni.fréttablaðið/daníel Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Stjarnan tryggði sér þátttökurétt í keppninni með því að verða Íslandsmeistari í fyrra og hefur því beðið lengi eftir þessum leik. Stjörnukonum tókst þó ekki að verja titilinn nú í sumar og verður því Þór/KA fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Stjarnan slapp við undankeppnina sem fór fram fyrr í sumar og fór beint inn í 32-liða úrslitin. Þar var liðið í neðra styrkleikaflokki af tveimur og dróst gegn Zorky. Um er að ræða ungt félag en það var stofnað árið 2006. Það var nýliði í efstu deild á síðasta tímabili en náði engu að síður öðru sæti sem dugði til að komast í Meistaradeildina. Sterkir landsliðsmenn í liðinu„Okkur tókst ekki að útvega okkur upptöku af leik með þessu liði en mér hefur þó tekist að afla mér einhverra upplýsinga," sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason um andstæðing kvöldsins. „Við vitum lítið sem ekkert um liðið sjálft en það eru þó margir sterkir einstaklingar í því – landsliðsmenn frá Rússlandi, Úkraínu og Ítalíu. Það leikur í það minnsta enginn vafi á því að þetta sé sterkasta lið sem við höfum mætt hingað til." Þorlákur segir að þó svo að nokkuð sé síðan að tímabilið kláraðist hér heima verði leikmenn klárir í slaginn í kvöld. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel – þó svo að það hafi ekki verið hægt að spila mikið af leikjum þar sem tímabilinu er lokið," sagði hann. „En við tókum okkur líka frí í eina viku sem var kærkomið. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn verði ryðgaðir í kvöld enda betra að vera með ferska leikmenn en þreytta." Þorlákur hefur ekki misst neina leikmenn í nám til Bandaríkjanna eða neitt slíkt. „Hins vegar höfum við misst nokkra leikmenn í sumar vegna meiðsla, sérstaklega varnarmenn. Nú síðast bættist Soffía [Arnþrúður Gunnarsdóttir], vinstri bakvörðurinn okkar, í þann hóp og spilar hún ekki meira á tímabilinu," sagði Þorlákur. „Við erum svo enn með erlendu leikmennina okkar, þar á meðal Ashley Bares sem hefur verið meidd í nánast allt sumar. Hún verður þó til taks í kvöld." Ætlum að vinna þennan leikStjarnan hefur selt 300 miða í forsölu og á Þorlákur von á góðri mætingu á Samsung-völlinn í kvöld. Sendiherra Rússlands verður gestur á leiknum í kvöld en liðin mætast svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku og þá í Krasnogorsk sem er rétt utan við höfuðborgina Moskvu. Þorlákur segir að mikil spenna ríki í herbúðum Stjörnunnar. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessum leik og þó svo að við vitum lítið um andstæðinginn ætlum við að fara í leikinn eins og hvern annan – með það að markmiði að vinna."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira