Þjóðareignina í stjórnarskrána 27. september 2012 06:00 Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni. Fyrir tæpum 30 árum fengu íslenskir útgerðarmenn svo víðtæk yfirráð yfir hinum lifandi auðlindum hafsins að þeir hafa að mestu litið á auðlindirnar sem sína eign. Næstum því eins og lóðina sína. Næstum því eins og húsin sín. Sá er gjöfina gaf – íslenska þjóðin – áleit líka yfirráðin vera meira eða minna töpuð. Eftir langvarandi þrýsting, úrskurð Alþjóðamannréttindadómstólsins í málinu og eftir að tillagan að stjórnarskrá Íslands hefur staðfest það er vonarglæta í augsýn: auðlindin getur nú aftur fengið sess sem hin sjálfsagða félagseign þjóðarinnar allrar. Eins og hún er hér í Færeyjum. Því hér í eyjum leikur enginn vafi á hver á auðlindina. Hana eigum við öll og hún skal þjóna þjóðinni allri. Bæði í lögum, í stjórnsýsluhefðum sem og manna á milli, ríkir enginn vafi – hafið er sameiginlegt forðabúr þjóðarinnar. Síðan við öðluðumst til þess frelsi höfum við meðhöndlað gjafir náttúrunnar sem eign okkar allra, allt annað er óhugsandi. Almennt er túlkun manna í Færeyjum sú að rétturinn til hvals og fiskjar sé okkar allra. Við getum látið öðrum réttinn að hluta í takmarkaðan tíma en fullur og eilífur réttur til auðlindanna er félagseign okkar allra á meðan umhverfinu þóknast svo. Þvílík auðæfi virðast þó vera fólgin í veiðiréttindum í hafinu að útgerðarmenn og samtök þeirra beita sér af öllu afli til að standa fremstir í röðinni þegar stjórnmálamenn deila út réttindum. Sama afli beita útgerðarmenn þegar kemur að hagsmunavörn þeirra gagnvart þjóðinni. Þótt það standi í gildandi lögum um fiskveiðar að fiskiauðlindin sé „eign þjóðarinnar" þá meðhöndla stjórnmálamenn þessa eign eins og væri hún í eigu lítils útvalds hóps Færeyinga. Þessi útvaldi hópur fær á hverju ári úthlutaða alla þá auðlind sem fiskurinn er, sem gjöf að verðmæti tuga milljarða íslenskra króna, þó svo að hinir útvöldu séu auðmenn. Í Færeyjum – eins og á Íslandi – gera stjórnvöld gífurlegan mun á þegnum landsins þegar að auðlindamálum kemur. Örfáir þegnar fá að gjöf auðlindir upp á tugi milljarða króna en fjöldinn ekkert og í báðum löndum er um að ræða grófa mismunun sem við munum einn góðan veðurdag líta á með vanþóknun. En í Færeyjum – eins og á Íslandi – er gerð tillaga að nýrri stjórnarskrá sem á ótvíræðan hátt staðfestir venjulegan sameiginlegan eignarrétt á öllum auðlindum. Af reynslunni í Færeyjum get ég sagt að það skiptir miklu máli að fá þessi grundvallarréttindi staðfest í æðstu lögum landsins – í sjálfri stjórnarskránni. Því þótt lög með lægri réttarheimildastöðu staðfesti sameiginlegan rétt þjóðarinnar á auðlindum hafsins þá fara stjórnmálaflokkarnir með auðlindina eins og eigin tromp í pólitíska spilinu. Verði málinu ekki lyft svo hátt að stjórnarskrá landsins staðfesti sameiginlegan eignarrétt á fiskiauðlindum landsmanna, líkt og hún staðfestir tjáningarfrelsi þeirra og réttinn til að safnast saman, þá er hætta á að eignarrétturinn tapist. Svo gráðugir eru útgerðarmenn í að sölsa hann undir sig og svo mikil eru framtíðarverðmæti hans. Með þessum fáu orðum ætla ég að óska ykkur góðrar gæfu með þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar