Frábært að geta hjálpað öðrum Christina Barruel skrifar 27. september 2012 06:00 Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum. Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla koma frá nýsjálensku Friðarstofnuninni (Peace Foundation) og kallast „Svalir skólar" (e. Cool Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi og hafa þróast í áraraðir. „Svalir skólar"–verkefnin sem notuð eru um allt Nýja-Sjáland eru ekki kynnt sem eineltisverkefni sérstaklega heldur stuðla þau að því að gera nemendum og kennurum kleift að átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu og kenna þeim leiðir til að takast á við þau á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda nemendum og kennurum skýr skilaboð um að skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni saman í að hann verði það alltaf. Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum samskiptum og að beina félögum sínum til viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur. Bæði nemendum og kennurum eru kenndar aðferðir til að takast á við deilur og ágreining sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem verkfærakista sem er full af verkfærum sem nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar upp koma átök á milli fólks. Nemendum og kennurum eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar". Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma virðingu fólks og einnig að auka skilning á þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að fleiri góðum hlutum í skólanum. „Vandamála-verkfærakistan" nýtist foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum. Eitt af verkefnum Friðarstofnunarinnar er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu í heild og jafnvel víðar. Verkefnið „Svalir skólar" var fyrst prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991 undir stjórn Yvonne Duncan. Verkefnið gekk svo vel að Yvonne var boðið að fá fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög jákvæð viðbrögð hafa komið frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum. Það sem flestum stjórnendum og kennurum finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum segja að það sé svo frábært að geta verið í aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið sjálfstraust. Þjálfunin er oft sniðin að þörfum skólanna. Þegar verkefnið er unnið í framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með nokkrum nemendum sem hafa verið valdir til að vera „sendiherrar réttlætisins" eða „jafningjamálamiðlarar" ásamt kennurum sem eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu. Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í starfinu og í einkalífinu. Í grunnskólunum hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær nemendum sínum. Friðarstofnunin er með skrifstofu í Auckland en það að leiðbeina skólum á svæðinu er á mínum höndum. Fimm aðrir leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta landsins. Áhugasamir geta haft samband við Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar: www.peace.net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju tengda „Svölum skólum" og málamiðlun jafningja á Friðarþingi skáta á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum. Nokkur átaksverkefni gegn einelti eru í gangi sem fjalla um að hjálpa fórnarlambinu að ná bata, um jafningjaaðstoð og um kynferðislega áreitni en best þekktu verkefnin fyrir skóla koma frá nýsjálensku Friðarstofnuninni (Peace Foundation) og kallast „Svalir skólar" (e. Cool Schools). Verkefni stofnunarinnar hafa verið notuð við fjölmarga grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi og hafa þróast í áraraðir. „Svalir skólar"–verkefnin sem notuð eru um allt Nýja-Sjáland eru ekki kynnt sem eineltisverkefni sérstaklega heldur stuðla þau að því að gera nemendum og kennurum kleift að átta sig á því þegar vandamál eru í uppsiglingu og kenna þeim leiðir til að takast á við þau á uppbyggilegan hátt. Þegar unnið er eftir þessum leiðum tekst smátt og smátt að senda nemendum og kennurum skýr skilaboð um að skólinn þeirra sé öruggur staður og að allir vinni saman í að hann verði það alltaf. Verkefnin stuðla að opinni og frjálsri tjáningu í skólum. Nemendum er kennt að vera góðar fyrirmyndir, að beita sér fyrir heilbrigðum samskiptum og að beina félögum sínum til viðeigandi fullorðins aðila ef nauðsyn krefur. Bæði nemendum og kennurum eru kenndar aðferðir til að takast á við deilur og ágreining sem munu gagnast þeim allt lífið. Aðferðirnar kenna fólki að temja sér stillingu í aðstæðum þegar deilur eiga sér stað. Þetta er hugsað sem verkfærakista sem er full af verkfærum sem nýtast til að taka yfirvegað á málum þegar upp koma átök á milli fólks. Nemendum og kennurum eru kenndar uppbyggilegar aðferðir við lausn deilumála. Þannig eru nemendur þjálfaðir í því að verða svokallaðir „jafningjamálamiðlarar". Það er leiðtogahlutverk sem veitir öðrum ákveðna þjónustu; svo sem að efla gagnkvæma virðingu fólks og einnig að auka skilning á þeirri staðreynd að fólk er mismunandi, og jafnframt að veita samnemendum sínum aðstoð ef vandamál koma upp. Það hefur sýnt sig að nemendur sem lenda í vandræðum vilja gjarnan ræða við aðra nemendur sem þeir treysta. En jafningjamálamiðlarar geta einnig stuðlað að fleiri góðum hlutum í skólanum. „Vandamála-verkfærakistan" nýtist foreldrum ekki síður en nemendum og kennurum. Eitt af verkefnum Friðarstofnunarinnar er samið sérstaklega fyrir foreldra og kennir þeim árangursrík samskipti. Lögð er áhersla á að sannfæra einstaklinga um að þeir geti haft jákvæð áhrif á heimili sínu, í skólanum og í samfélaginu í heild og jafnvel víðar. Verkefnið „Svalir skólar" var fyrst prófað í tólf grunnskólum í Auckland árið 1991 undir stjórn Yvonne Duncan. Verkefnið gekk svo vel að Yvonne var boðið að fá fullt starf við að stjórna verkefninu á vegum Friðarstofnunarinnar. Síðan þá hefur verkefnið verið kynnt fyrir meira en helmingi allra grunn- og framhaldsskóla á Nýja-Sjálandi. Mjög jákvæð viðbrögð hafa komið frá nemendum, kennurum, þeim sem stjórna verkefninu í skólum og einnig frá skólastjórum. Það sem flestum stjórnendum og kennurum finnst jákvæðast við verkefnin er að fá að hjálpa nemendum til að aðstoða aðra nemendur við að leysa vandamál. Nemendur á öllum skólastigum segja að það sé svo frábært að geta verið í aðstöðu og með árangursríkar leiðir til að hjálpa öðrum nemendum. Það gefi þeim svo mikið sjálfstraust. Þjálfunin er oft sniðin að þörfum skólanna. Þegar verkefnið er unnið í framhaldsskólum, kemur leiðbeinandi í skólann í fjóra og hálfan tíma á viku og vinnur með nokkrum nemendum sem hafa verið valdir til að vera „sendiherrar réttlætisins" eða „jafningjamálamiðlarar" ásamt kennurum sem eru til stuðnings við verkefnið frá skólans hálfu. Leiðbeinandinn stýrir starfsmannafundi þar sem verkefnið er kynnt fyrir öllum starfsmönnum skólans og þeim er sýnt hvernig þeir geta stutt jafningjamálamiðlarana. Kennararnir fá þarna líka góða leiðsögn sem nýtist þeim bæði í starfinu og í einkalífinu. Í grunnskólunum hefur verið árangursríkast að hafa einn dag þar sem kennurunum eru kenndar allar tíu leiðirnar í verkefninu, þannig að í lok dagsins hafa kennararnir lært hvernig þeir geta kennt þær nemendum sínum. Friðarstofnunin er með skrifstofu í Auckland en það að leiðbeina skólum á svæðinu er á mínum höndum. Fimm aðrir leiðbeinendur stofnunarinnar sjá um aðra hluta landsins. Áhugasamir geta haft samband við Friðarstofnunina beint í síma (09) 373 2379 eða kynnt sér efnið á heimasíðu stofnunarinnar: www.peace.net.nz. Ég mun leiða vinnusmiðju tengda „Svölum skólum" og málamiðlun jafningja á Friðarþingi skáta á Íslandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun