Vinnum saman Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar 28. september 2012 06:00 Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun