Óður um þjóð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. október 2012 06:00 Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. "Hjá okkur er nóg vinna," sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir fjölskyldulíf, þar ríkir ekki ströng krafa um að skarta iPhone 7 á mannamótum eða aka um á einhverjum af þessum svörtu herjeppum sem líta út eins og stækkaðir kakkalakkar. Þessi íslenska eftirsókn eftir dýru dóti er kennd við lífsgæðakapphlaup en á náttúrlega meira skylt við lífsgæðabrotthlaup. Og margir vilja flýja það og komast í raunveruleg lífsgæði, sem felast í góðu lífi. Nóg vinna. Nógur tími. Nógir peningar. Nógregur. Maður heyrir að þar séu lífsgæðin og að þangað flykkist fólk. En maður heyrir líka um fólk sem fór til Noregs út úr ógöngunum hér og fékk góða vinnu á góðum stað á góðum launum – nóg af öllu, ekki síst hvert öðru, fékk að vera samvistum hvert við annað löngum stundum en sneri svo aftur heim til Íslands. Var það vegna þess að það vissi ekki hvað það ætti eiginlega af sér að gera, svona saman? Langaði það kannski í nýjan iPhone sem yrði litinn hornauga þarna í Janteloven-fylki? Eða náði það bara ekki alveg að tengjast því sem þar var? Að skipta um þjóðAð tengjast. Það er alveg hægt að skipta um þjóð, og er oft gert. En það er ekki alltaf einfalt mál, og gæti jafnvel verið erfiðara að tengjast skyldri en ólíkri þjóð; þar sem ólík gildi hafa vaxið fram. Ég fór að hugsa um þennan þjóðamun um daginn þegar ég sá bókakápu á nýrri bók sem hefur að geyma uppskriftir á prjónaskap norskra hjóna. Nánar til tekið voru þetta jólakúlur sem maður prjónar fyrir jólin og hengir á jólatré. Þetta eru tveir karlmenn og þeir sitja þarna saman á bókakápunni með prjónana sína og það er fallegur hjónasvipur á þeim. Þeir eru í norskum lopapeysum og þeir eru á einhvern máta, sem erfitt er að skýra, ákaflega norskir að sjá, yfirbragðið, andlitfallið, látbragðið, en um leið eru þeir hommalegir, hvernig þeir halla undir flatt, hvernig þeir halda á prjónunum. Mjög norskir hommar, eiginlega "húmmar". Hvað er þetta eiginlega, þetta "þjóð"? Það er nú það. Sumir segja: Þjóð er blóð. Vilja meina að þetta snúist um ættir og skyldleika, gen sem þar sem allt sé geymt. En við vitum að það er ekki alveg svo. Aðrir segja: Þjóð er stóð; og eiga við að um sé að ræða hóp einstaklinga sem fari um saman í flokki – en maður á eftir að sjá þann sem treystir sér til að reka Íslendinga í eina átt. Enn aðrir segja: Þjóð er ljóð. Þá er átt við að þjóð sé skáldleg hugmynd, heilaspuni, varla til sem slík – en það er heldur ekki alveg svo. Þjóð er bjóð, segja loks einhverjir og vilja sjá þjóð sem einingu sem allir geta aðlagast og aðlagast getur öllum. En það er ekki alveg svo, því miður. Hvað er þjóð? Allt þetta sem framan var sagt og miklu meira til. Þjóð er samfélag þar sem þróast hafa ótal siðir, tungumál, taktar, sögð og ósögð tákn – til dæmis lopapeysumynstur. Lopapeysan varð tákn um hið alíslenska í róti og hruni og fallvöltum heimi en mynstrið í henni var hannað um miðja 20. öldina eftir grænlenskum fyrirmyndum, af Auði Laxness. Hún er dæmi um erlenda menningu sem tengist því sem fyrir er svo vel að það er eins og þetta hafi alltaf verið svona. Ferskeytlan íslenska er annað dæmi. Hún kemur frá Englendingum en þróaðist á sinn sérstaka hátt hér. LífsgæðiÞjóð er opið kerfi. Þéttofið net sem sífellt stækkar í nýjar áttir meðan aðrir endar dingla ótengdir. Með hverjum nýjum einstaklingi sem tengist inn í þessa einingu koma nýir eiginleikar, nýr hugsanamáti sem bæði dregur dám af ríkjandi hugsanamáta og bætir einhverju við hann, ný líkamstjáning sem hið sama gildir um; göngulag, handahreyfingar, hlátur, orð, stæll. Fólk vill gjarnan búa hér á Íslandi – heilbrigðisstarfsfólkið og verkfræðingarnir, iðnaðarmennirnir og annað faglært vinnuafl – allt þetta góða fólk sem við erum að missa úr samfélaginu okkar, úr netinu okkar, það gæti margt alveg hugsað sér að búa hér vegna þess að hér er svo margt eftirsóknarvert sem vegur upp á móti því sem býðst annars staðar; hér er fjölskyldan, kunnuglegar línurnar í landinu, lyktin af hafinu og fuglarnir, rokið, tungumálið, sögurnar og þankagangur sem þarf ekki að útskýra. Það tilheyrir sem sé þessu óljósa en þó skýra mengi: þjóð. En þetta dugir ekki. Íslensk fyrirtæki og stofnanir geta aldrei keppt við norsk fyrirtæki um launakjör. Eitthvað annað þarf að koma til, ef ekki á að verða stórkostlegur landflótti héðan næstu árin í framhaldi af þeim sem þegar hefur átt sér stað. Það þarf að vera eftirsóknarverðara að búa á Íslandi en nú er; við þurfum að eignast stjórnmálamenn sem hafa áhyggjur af háu matarverði og lágum launum og erfiðri lífsbaráttu raunverulegs fólks sem hvorki er stórfenglega skuldsett né bláfátækt. Við þurfum ráðamenn sem líta á það sem hlutverk sitt að sjá til þess að hér sé ekki fyrst og fremst göfugt eða rétt að búa heldur að hér sé gott að búa; hlutverk þeirra sé að búa í haginn fyrir raunveruleg lífsgæði. Við þurfum að hefja lífsgæðakapphlaupið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. "Hjá okkur er nóg vinna," sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir fjölskyldulíf, þar ríkir ekki ströng krafa um að skarta iPhone 7 á mannamótum eða aka um á einhverjum af þessum svörtu herjeppum sem líta út eins og stækkaðir kakkalakkar. Þessi íslenska eftirsókn eftir dýru dóti er kennd við lífsgæðakapphlaup en á náttúrlega meira skylt við lífsgæðabrotthlaup. Og margir vilja flýja það og komast í raunveruleg lífsgæði, sem felast í góðu lífi. Nóg vinna. Nógur tími. Nógir peningar. Nógregur. Maður heyrir að þar séu lífsgæðin og að þangað flykkist fólk. En maður heyrir líka um fólk sem fór til Noregs út úr ógöngunum hér og fékk góða vinnu á góðum stað á góðum launum – nóg af öllu, ekki síst hvert öðru, fékk að vera samvistum hvert við annað löngum stundum en sneri svo aftur heim til Íslands. Var það vegna þess að það vissi ekki hvað það ætti eiginlega af sér að gera, svona saman? Langaði það kannski í nýjan iPhone sem yrði litinn hornauga þarna í Janteloven-fylki? Eða náði það bara ekki alveg að tengjast því sem þar var? Að skipta um þjóðAð tengjast. Það er alveg hægt að skipta um þjóð, og er oft gert. En það er ekki alltaf einfalt mál, og gæti jafnvel verið erfiðara að tengjast skyldri en ólíkri þjóð; þar sem ólík gildi hafa vaxið fram. Ég fór að hugsa um þennan þjóðamun um daginn þegar ég sá bókakápu á nýrri bók sem hefur að geyma uppskriftir á prjónaskap norskra hjóna. Nánar til tekið voru þetta jólakúlur sem maður prjónar fyrir jólin og hengir á jólatré. Þetta eru tveir karlmenn og þeir sitja þarna saman á bókakápunni með prjónana sína og það er fallegur hjónasvipur á þeim. Þeir eru í norskum lopapeysum og þeir eru á einhvern máta, sem erfitt er að skýra, ákaflega norskir að sjá, yfirbragðið, andlitfallið, látbragðið, en um leið eru þeir hommalegir, hvernig þeir halla undir flatt, hvernig þeir halda á prjónunum. Mjög norskir hommar, eiginlega "húmmar". Hvað er þetta eiginlega, þetta "þjóð"? Það er nú það. Sumir segja: Þjóð er blóð. Vilja meina að þetta snúist um ættir og skyldleika, gen sem þar sem allt sé geymt. En við vitum að það er ekki alveg svo. Aðrir segja: Þjóð er stóð; og eiga við að um sé að ræða hóp einstaklinga sem fari um saman í flokki – en maður á eftir að sjá þann sem treystir sér til að reka Íslendinga í eina átt. Enn aðrir segja: Þjóð er ljóð. Þá er átt við að þjóð sé skáldleg hugmynd, heilaspuni, varla til sem slík – en það er heldur ekki alveg svo. Þjóð er bjóð, segja loks einhverjir og vilja sjá þjóð sem einingu sem allir geta aðlagast og aðlagast getur öllum. En það er ekki alveg svo, því miður. Hvað er þjóð? Allt þetta sem framan var sagt og miklu meira til. Þjóð er samfélag þar sem þróast hafa ótal siðir, tungumál, taktar, sögð og ósögð tákn – til dæmis lopapeysumynstur. Lopapeysan varð tákn um hið alíslenska í róti og hruni og fallvöltum heimi en mynstrið í henni var hannað um miðja 20. öldina eftir grænlenskum fyrirmyndum, af Auði Laxness. Hún er dæmi um erlenda menningu sem tengist því sem fyrir er svo vel að það er eins og þetta hafi alltaf verið svona. Ferskeytlan íslenska er annað dæmi. Hún kemur frá Englendingum en þróaðist á sinn sérstaka hátt hér. LífsgæðiÞjóð er opið kerfi. Þéttofið net sem sífellt stækkar í nýjar áttir meðan aðrir endar dingla ótengdir. Með hverjum nýjum einstaklingi sem tengist inn í þessa einingu koma nýir eiginleikar, nýr hugsanamáti sem bæði dregur dám af ríkjandi hugsanamáta og bætir einhverju við hann, ný líkamstjáning sem hið sama gildir um; göngulag, handahreyfingar, hlátur, orð, stæll. Fólk vill gjarnan búa hér á Íslandi – heilbrigðisstarfsfólkið og verkfræðingarnir, iðnaðarmennirnir og annað faglært vinnuafl – allt þetta góða fólk sem við erum að missa úr samfélaginu okkar, úr netinu okkar, það gæti margt alveg hugsað sér að búa hér vegna þess að hér er svo margt eftirsóknarvert sem vegur upp á móti því sem býðst annars staðar; hér er fjölskyldan, kunnuglegar línurnar í landinu, lyktin af hafinu og fuglarnir, rokið, tungumálið, sögurnar og þankagangur sem þarf ekki að útskýra. Það tilheyrir sem sé þessu óljósa en þó skýra mengi: þjóð. En þetta dugir ekki. Íslensk fyrirtæki og stofnanir geta aldrei keppt við norsk fyrirtæki um launakjör. Eitthvað annað þarf að koma til, ef ekki á að verða stórkostlegur landflótti héðan næstu árin í framhaldi af þeim sem þegar hefur átt sér stað. Það þarf að vera eftirsóknarverðara að búa á Íslandi en nú er; við þurfum að eignast stjórnmálamenn sem hafa áhyggjur af háu matarverði og lágum launum og erfiðri lífsbaráttu raunverulegs fólks sem hvorki er stórfenglega skuldsett né bláfátækt. Við þurfum ráðamenn sem líta á það sem hlutverk sitt að sjá til þess að hér sé ekki fyrst og fremst göfugt eða rétt að búa heldur að hér sé gott að búa; hlutverk þeirra sé að búa í haginn fyrir raunveruleg lífsgæði. Við þurfum að hefja lífsgæðakapphlaupið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun