Best of 2012 haldið í Höllinni 16. október 2012 16:42 Moses Hightower spilar í fyrsta sinn í Laugardalshöll í desember. fréttablaðið/anton "Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira