Blessaðar kleinurnar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. október 2012 06:00 Það skrjáfar í yfirhöfnum meðan fólk kemur sér fyrir. Það dregur upp möppur og skriffæri og dreifir úr pappírum á borðin fyrir framan sig. Flestir eru með bókina. Margir með eldri útgáfur, innbundnar með gyllingu og gulnaðar síður, lúnar af notkun. Það eru nokkrar mínútur þangað til tíminn hefst og fólk blaðar í bókunum. Lesgleraugun eru komin á nefið og einhverjir skrafa saman, þarna þekkist annar hver maður, að mér virðist. Ég þekki engan. Þegar ég horfi í kringum mig rennur upp fyrir mér að ég á fáa jafnaldra í salnum, ef nokkra, og fæ skyndilega á tilfinninguna að ég hafi villst þarna inn. Ég heyri menn út undan mér spjalla um sögupersónurnar úr bókinni. Gantast létt með samskipti þeirra eins og um góða vini þeirra sé að ræða. Ég get ekki gantast við neinn og vildi óska að ég væri farin að nota lesgleraugu svo ég geti þóst vera að pússa þau. Sessunautur minn er einmitt að hlæja að einhverju með sjálfri sér þegar hún snýr sér að mér og segir að hún hafi hitt mann frammi áðan, „sem hafði aldrei lesið bókina, hugsaðu þér!" Ég kinka vandræðalega kolli og vona að hún sjái ekki bókina fyrir framan mig, glænýja kilju, sem aldrei hefur verið flett! Það brakar í kilinum þegar ég opna hana og ég get ekkert annað en vonað að ilmurinn af nýprentuðum blaðsíðunum berist ekki yfir allan salinn. Hvernig datt mér í hug að skrá mig á Njálunámskeið, ólesin? En svo hefst yfirferðin og hópurinn þagnar. Ég gleymi stund og stað þegar þessi frægasta Íslendingasaga lifnar við í munni kennarans og litríkar persónurnar stökkva fram í fullum herklæðum. Höggvandi menn í herðar niður eins og gengur. Skyndilega er svo komið hlé og menn standa upp og teygja úr sér, stinga lesgleraugunum í brjóstvasann. Ég renn á kaffiilminn eins og hinir. Það er boðið upp á kleinur. Fólk hópast kringum kleinurnar og skrafar saman, en ekki um bókina. Það skrafar saman um veðrið! Þann málaflokk þekki ég auðvitað jafn vel og hver annar og þarf engin lesgleraugu til að taka þátt, einungis kaffibolla í hönd og kleinu. „Voðalegur rigningasuddi hefur þetta verið," segi ég og bít í. „Já, segðu," segir sessunautur minn og fær sér sopa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun
Það skrjáfar í yfirhöfnum meðan fólk kemur sér fyrir. Það dregur upp möppur og skriffæri og dreifir úr pappírum á borðin fyrir framan sig. Flestir eru með bókina. Margir með eldri útgáfur, innbundnar með gyllingu og gulnaðar síður, lúnar af notkun. Það eru nokkrar mínútur þangað til tíminn hefst og fólk blaðar í bókunum. Lesgleraugun eru komin á nefið og einhverjir skrafa saman, þarna þekkist annar hver maður, að mér virðist. Ég þekki engan. Þegar ég horfi í kringum mig rennur upp fyrir mér að ég á fáa jafnaldra í salnum, ef nokkra, og fæ skyndilega á tilfinninguna að ég hafi villst þarna inn. Ég heyri menn út undan mér spjalla um sögupersónurnar úr bókinni. Gantast létt með samskipti þeirra eins og um góða vini þeirra sé að ræða. Ég get ekki gantast við neinn og vildi óska að ég væri farin að nota lesgleraugu svo ég geti þóst vera að pússa þau. Sessunautur minn er einmitt að hlæja að einhverju með sjálfri sér þegar hún snýr sér að mér og segir að hún hafi hitt mann frammi áðan, „sem hafði aldrei lesið bókina, hugsaðu þér!" Ég kinka vandræðalega kolli og vona að hún sjái ekki bókina fyrir framan mig, glænýja kilju, sem aldrei hefur verið flett! Það brakar í kilinum þegar ég opna hana og ég get ekkert annað en vonað að ilmurinn af nýprentuðum blaðsíðunum berist ekki yfir allan salinn. Hvernig datt mér í hug að skrá mig á Njálunámskeið, ólesin? En svo hefst yfirferðin og hópurinn þagnar. Ég gleymi stund og stað þegar þessi frægasta Íslendingasaga lifnar við í munni kennarans og litríkar persónurnar stökkva fram í fullum herklæðum. Höggvandi menn í herðar niður eins og gengur. Skyndilega er svo komið hlé og menn standa upp og teygja úr sér, stinga lesgleraugunum í brjóstvasann. Ég renn á kaffiilminn eins og hinir. Það er boðið upp á kleinur. Fólk hópast kringum kleinurnar og skrafar saman, en ekki um bókina. Það skrafar saman um veðrið! Þann málaflokk þekki ég auðvitað jafn vel og hver annar og þarf engin lesgleraugu til að taka þátt, einungis kaffibolla í hönd og kleinu. „Voðalegur rigningasuddi hefur þetta verið," segi ég og bít í. „Já, segðu," segir sessunautur minn og fær sér sopa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun