Við ætlum ekki að leggjast í vörn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2012 08:00 Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. Mynd/Anton Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira