Jón Steinar Gunnlaugsson og Hæstiréttur Íslands Valtýr Sigurðsson skrifar 25. október 2012 06:00 Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ber yfirskriftina „Fann fyrir mótbyr og andúð". Þar kemur fram að Jón Steinar sé ánægður með að vera hættur í réttinum enda hafi honum ekkert orðið ágengt við að bæta starfsemi Hæstaréttar. Í greininni rekur hann það helsta sem hann hefði viljað breyta bæði í fyrirkomulagi réttarins og eins hvernig aðrir dómarar komast að niðurstöðu. Hann hafi fundið fyrir „mótbyr og andstöðu annarra dómara" og að ákvarðanir hafi verið teknar án aðildar hans. Hann hafi því skilað mörgum sératkvæðum í gegnum tíðina. Jón Steinar virðist eiga erfitt með að skilja af hverju þetta gerðist. Ekki virðist hvarfla að Jóni Steinari að eitthvað af þeim erfiðleikum sem hann telur sig hafa orðið fyrir í réttinum eigi e.t.v. rætur að rekja til persónuleika hans sjálfs. Að sjálfsögðu er ekkert að því að menn ræði breytingar á Hæstarétti og starfsemi hans. Hins vegar er umræða af þessu tagi til þess fallin að draga úr trúverðugleika réttarins. Það virðist einnig vera tilgangurinn. Ég hef þekkt Jón Steinar lengi og get borið sem fyrrverandi dómari að hann var góður málflytjandi. Fór þar saman góð lagakunnátta en ekki síður hæfileiki til að samsama sig algjörlega málatilbúnaði skjólstæðingsins hverju sinni. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að taka því að ekki væri fallist á skoðanir hans. Að mínu mati hentaði dómarastarfið honum því illa. Í september 2008 sendi ég sem ríkissaksóknari bréf til Hæstaréttar og krafðist þess að Jón Steinar viki sæti í tilteknu kynferðisbrotamáli. Í bréfinu segir m.a. að fyrir ákæruvaldið og málsaðila skipti höfuðmáli að við meðferð dómsmála séu notaðar viðurkenndar og hefðbundnar aðferðir við sönnunarfærslu og sönnunarmat í sakamálum. Í bréfinu eru rakin greinarskrif Jóns Steinars sem bera yfirskriftina „Mál af þessu tagi" og grein Eiríks Tómassonar þá prófessors af því tilefni. Taldi Eiríkur að Jón Steinar hefði í sératkvæði í tilteknu Hæstaréttarmáli vikið frá settri lagareglu. Í bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar segir, að sjónarmið Jóns Steinars hljóti að vekja spurningar hjá ákæruvaldinu um hæfi hans til að skipa sæti í umræddu máli enda sé því haldið fram fullum fetum, að tiltekin sönnunargögn í opinberum málum hafi almennt séð ekkert vægi og að aðeins í undantekningartilvikum sé unnt að taka eitthvert tillit til þeirra. Í niðurlagi bréfsins segir: „Þá segir Jón Steinar í grein sinni: „Í seinni tíð má finna dæmi um áfellisdóma í kynferðisbrotamálum, þar sem sönnunarfærsla er afar veik svo ekki sé meira sagt. Til athugunar vísast til dæmis til H. 2002.1065, H.2003.3386, H.2005.4042, H 1. júní 2006 í máli nr. 44/2006 og H.1. febrúar 2007 í máli nr. 243/2006." Jón Steinar sat aðeins í dómi í einu þessara mála þannig að mat hans á að þarna hafi sönnunarfærslan verið afar veik „svo ekki sé meira sagt" hlýtur að vera í aðalatriðum byggð á lestri hans á dómunum. Því má ætla að í þessu felist sú skoðun hans, að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunargagna nema í undantekningartilvikum. Sú skoðun er sem áður sagði í andstöðu við orð 47. gr. laga um meðferð opinberra mála, skýr dómafordæmi Hæstaréttar og hefur auk þess enga stoð í reglum þjóðaréttar. Hún er sett fram opinberlega og sem almenn skoðun dómarans. Þá gengur þessi skoðun, eins og hún er fram sett, mun lengra en leitt getur af fræðilegri umræðu. Skoðun Jóns Steinars um að sönnunarfærslan sé afar veik „svo ekki sé meira sagt" í þessum tilteknu dómum er því alvarlegt mál enda myndi hún, væri fallist á sjónarmið hans, væntanlega leiða til þess að óhjákvæmilegt yrði að sýkna í flestum, jafnvel öllum málum af þessu tagi svo framarlega sem ákærðu neituðu staðfastlega sök. Sú niðurstaða væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið í landinu, brotaþola kynferðisbrota og beinlínis atlaga að réttarríkinu." Ríkissaksóknari taldi það skyldu skyldu sína að krefjast þess að Jón Steinar viki sæti í málinu þar sem efast mætti um að hann myndi fylgja viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum. Í nýjasta þætti Klinksins um helgina hélt Jón Steinar gagnrýni sinni áfram og átaldi dómstóla fyrir að hafa slakað á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Hann gekk jafnframt svo langt að segja að af þeim sökum sæti saklaus maður nú í fangelsi. Slík framsetning fyrrverandi hæstaréttardómara er fordæmalaus. Af þessu tilefni taldi ég rétt að vekja athygli á umræddu bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar og þeim vandamálum sem seta Jóns Steinars í réttinum skapaði a. m.k. í kynferðisbrotamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í sunnudagsblaði Mbl. er að finna viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem ber yfirskriftina „Fann fyrir mótbyr og andúð". Þar kemur fram að Jón Steinar sé ánægður með að vera hættur í réttinum enda hafi honum ekkert orðið ágengt við að bæta starfsemi Hæstaréttar. Í greininni rekur hann það helsta sem hann hefði viljað breyta bæði í fyrirkomulagi réttarins og eins hvernig aðrir dómarar komast að niðurstöðu. Hann hafi fundið fyrir „mótbyr og andstöðu annarra dómara" og að ákvarðanir hafi verið teknar án aðildar hans. Hann hafi því skilað mörgum sératkvæðum í gegnum tíðina. Jón Steinar virðist eiga erfitt með að skilja af hverju þetta gerðist. Ekki virðist hvarfla að Jóni Steinari að eitthvað af þeim erfiðleikum sem hann telur sig hafa orðið fyrir í réttinum eigi e.t.v. rætur að rekja til persónuleika hans sjálfs. Að sjálfsögðu er ekkert að því að menn ræði breytingar á Hæstarétti og starfsemi hans. Hins vegar er umræða af þessu tagi til þess fallin að draga úr trúverðugleika réttarins. Það virðist einnig vera tilgangurinn. Ég hef þekkt Jón Steinar lengi og get borið sem fyrrverandi dómari að hann var góður málflytjandi. Fór þar saman góð lagakunnátta en ekki síður hæfileiki til að samsama sig algjörlega málatilbúnaði skjólstæðingsins hverju sinni. Hann átti hins vegar mjög erfitt með að taka því að ekki væri fallist á skoðanir hans. Að mínu mati hentaði dómarastarfið honum því illa. Í september 2008 sendi ég sem ríkissaksóknari bréf til Hæstaréttar og krafðist þess að Jón Steinar viki sæti í tilteknu kynferðisbrotamáli. Í bréfinu segir m.a. að fyrir ákæruvaldið og málsaðila skipti höfuðmáli að við meðferð dómsmála séu notaðar viðurkenndar og hefðbundnar aðferðir við sönnunarfærslu og sönnunarmat í sakamálum. Í bréfinu eru rakin greinarskrif Jóns Steinars sem bera yfirskriftina „Mál af þessu tagi" og grein Eiríks Tómassonar þá prófessors af því tilefni. Taldi Eiríkur að Jón Steinar hefði í sératkvæði í tilteknu Hæstaréttarmáli vikið frá settri lagareglu. Í bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar segir, að sjónarmið Jóns Steinars hljóti að vekja spurningar hjá ákæruvaldinu um hæfi hans til að skipa sæti í umræddu máli enda sé því haldið fram fullum fetum, að tiltekin sönnunargögn í opinberum málum hafi almennt séð ekkert vægi og að aðeins í undantekningartilvikum sé unnt að taka eitthvert tillit til þeirra. Í niðurlagi bréfsins segir: „Þá segir Jón Steinar í grein sinni: „Í seinni tíð má finna dæmi um áfellisdóma í kynferðisbrotamálum, þar sem sönnunarfærsla er afar veik svo ekki sé meira sagt. Til athugunar vísast til dæmis til H. 2002.1065, H.2003.3386, H.2005.4042, H 1. júní 2006 í máli nr. 44/2006 og H.1. febrúar 2007 í máli nr. 243/2006." Jón Steinar sat aðeins í dómi í einu þessara mála þannig að mat hans á að þarna hafi sönnunarfærslan verið afar veik „svo ekki sé meira sagt" hlýtur að vera í aðalatriðum byggð á lestri hans á dómunum. Því má ætla að í þessu felist sú skoðun hans, að ekki eigi að taka tillit til óbeinna sönnunargagna nema í undantekningartilvikum. Sú skoðun er sem áður sagði í andstöðu við orð 47. gr. laga um meðferð opinberra mála, skýr dómafordæmi Hæstaréttar og hefur auk þess enga stoð í reglum þjóðaréttar. Hún er sett fram opinberlega og sem almenn skoðun dómarans. Þá gengur þessi skoðun, eins og hún er fram sett, mun lengra en leitt getur af fræðilegri umræðu. Skoðun Jóns Steinars um að sönnunarfærslan sé afar veik „svo ekki sé meira sagt" í þessum tilteknu dómum er því alvarlegt mál enda myndi hún, væri fallist á sjónarmið hans, væntanlega leiða til þess að óhjákvæmilegt yrði að sýkna í flestum, jafnvel öllum málum af þessu tagi svo framarlega sem ákærðu neituðu staðfastlega sök. Sú niðurstaða væri óásættanleg fyrir ákæruvaldið í landinu, brotaþola kynferðisbrota og beinlínis atlaga að réttarríkinu." Ríkissaksóknari taldi það skyldu skyldu sína að krefjast þess að Jón Steinar viki sæti í málinu þar sem efast mætti um að hann myndi fylgja viðurkenndum og eðlilegum leikreglum við mat á sönnunargögnum. Í nýjasta þætti Klinksins um helgina hélt Jón Steinar gagnrýni sinni áfram og átaldi dómstóla fyrir að hafa slakað á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum. Hann gekk jafnframt svo langt að segja að af þeim sökum sæti saklaus maður nú í fangelsi. Slík framsetning fyrrverandi hæstaréttardómara er fordæmalaus. Af þessu tilefni taldi ég rétt að vekja athygli á umræddu bréfi ríkissaksóknara til Hæstaréttar og þeim vandamálum sem seta Jóns Steinars í réttinum skapaði a. m.k. í kynferðisbrotamálum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun