Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku 25. október 2012 06:00 Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun