Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Svanfríður Jónasdóttir skrifar 25. október 2012 06:00 Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stofnuð hafa verið Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum þessara sveitarfélaga og íbúa þeirra. Sjávarútvegur hefur verið, og er enn, ein mikilvægasta efnahagsstoð þjóðarbúsins og meðfram strandlengjunni allri eru byggðalög sem reiða sig nánast eingöngu á veiðar og vinnslu. Með stofnun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er horft til þess að skapa öflugan sameiginlegan vettvang til sóknar og varnar fyrir sjávarútvegssamfélögin. Fyrstu verkefni samtakanna beinast einkum að tvennu; að sjávarútvegssveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu og að þeim störfum á vegum ríkisins sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar verði í ríkari mæli komið fyrir á sjávarútvegsstöðunum. Því fólki sem hefur beina atvinnu af veiðum og vinnslu sjávarafla hefur fækkað alla síðustu öld. Tækniframfarir og lagabreytingar sem leitt hafa af sér kröfu um aukna hagræðingu í greininni hafa haft afgerandi áhrif á fjölda starfa í veiðum og vinnslu, og þá jafnframt á íbúafjölda og stöðu sjávarútvegssamfélaganna. Þessar breytingar hafa verið einn stærsti áhrifavaldur í byggðaþróun undanfarinna áratuga. Ný störf s.s. þekkingarstörf, rannsóknir og eftirlit, sem orðið hafa til við þessar breytingar, hafa ekki að sama skapi orðið til á sjávarútvegsstöðunum og hafa slík störf á vegum ríkisins haft tilhneigingu til að hnappast saman á höfuðborgarsvæðinu. Með lögum um sérstakt veiðigjald er nú enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sjávarútvegssveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem aukinni hagræðingarkröfu fylgja, svo sem enn frekari fækkun starfa, er eðlilegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Einnig hefur verið bent á að geta sjávarútvegsfyrirtækjanna til vaxtar og/eða þátttöku í verkefnum í heimabyggð skerðist við upptöku sérstaka veiðigjaldsins. Krafa um aukna hagræðingu kalli fremur á sameiningu fyrirtækja og fækkun starfa. Það er því mikilvægt að nú sé einnig hugað alvarlega að því að þau störf á vegum ríkisins sem eru sjávarútvegstengd séu sett niður víðar um landið. Með nýtingu samskiptatækni ætti slíkt að vera einfaldara en áður. Það er hagur þjóðarinnar að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn með hagkvæmum hætti, en það eru sjávarbyggðirnar sem greiða fyrir hagræðinguna með fækkun starfa, fækkun íbúa, lækkun fasteignaverðs o.s.frv. Það er því mikilvægt að sjávarútvegssveitarfélögin og ríkisvaldið taki höndum saman um að lágmarka þau áhrif sem enn aukin krafa um hagræðingu í greininni mun hafa.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar