Ráðning á þing 25. október 2012 06:00 Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstaklingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðsheild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjölbreytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna réttmætrar gagnrýni á skort á lýðræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra einstaklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hanaslag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sameiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mannblendinn og opinskár einstaklingur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómannblendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frábærum þing- eða sveitarstjórnarmönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vandasami þátturinn í uppstillingarferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir eingöngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefndum ná að hugsa til framtíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrirtækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjósenda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónukjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflugur liðsauki því það er enn vandasamara að kynna sig og sín sjónarmið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnarmönnum þannig að lýðræðið fái að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum er fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörsslag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstillingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhugasamir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokksbundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mikilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu veljist til starfa á Alþingi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar