Draumurinn rættist hjá stelpunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Edda Garðarsdóttir og Sif Atladóttir tóku nokkur sigurspor í leikslok við mikinn fögnuð. Mynd/Stefán Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Ísland tekur þátt í úrslitakeppni EM 2013 sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Það varð ljóst eftir 3-2 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gær en þar með vann Ísland samanlagðan 6-4 sigur í umspilseinvígi liðanna. Stelpurnar voru vel studdar af 6.647 áhorfendum í gær en þar með var slegið aðsóknarmet á kvennaknattspyrnuleik hér á landi. Gamla metið var orðið fimm ára gamalt og sett á landsleik Íslands og Serbíu. „Þetta er ótrúlega góð tilfinning," sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Við erum að uppskera árangur tveggja ára vinnu og gaman að svo margir gátu tekið þátt í því með okkur. Áhorfendametið var slegið og stuðningurinn frábær. Í fyrsta sinn þurfti að opna hina stúkuna [austanmegin við völlinn] og það er áfangi. Við fyllum hana seinna," bætti hann við. Leikurinn í gær var keimlíkur fyrri leik liðanna í Úkraínu um helgina. Ísland byrjaði mjög vel og komst í 2-0 forystu með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Katrínar Ómarsdóttur. En Úkraína svaraði fyrir sig með tveimur mörkum og náði að jafna metin átján mínútum fyrir leikslok. Sigurður Ragnar brást við með því að setja varamanninn Dagnýju Brynjarsdóttur inn á og aðeins fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Úkraínu var Dagný búin að skora. „Dagný kom ótrúlega sterk inn," sagði hann. „Boltinn var að vísu svolítið lengi á leiðinni inn í markið en hann fór sem betur fer inn. Það er frábært að eiga svona leikmenn á bekknum," bætti hann við. Sigurður Ragnar segir sigurinn hafa verið verðskuldaðan. „Við vorum betri en það verður samt að hrósa úkraínska liðinu, enda hörkulið. Við vorum stundum í eltingarleik en þegar við komumst í návígi þá höfðum við yfirhöndina. Mér fannst við sýna karakter og vilja og það var það sem stóð upp úr í leiknum í dag." Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, tók undir þessi orð. „Það fór samt um mann þegar þær jöfnuðu en einhvern veginn náðum við að vinna okkur aftur inn í leikinn. Þá kom Dagný inn og kláraði þetta. Það var yndislegt. Nú förum við til Svíþjóðar reynslunni ríkari eftir að hafa spilað á EM 2009 og skiptir það miklu máli í stórmóti sem þessu." Sigurður Ragnar segir markmiðið að gera betur á EM í sumar en síðast en þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum og sat eftir í riðlinum. „Það er frábært fyrir þær ungu stelpur sem voru ekki með okkur síðast að kynnast því að spila á stórmóti. Við erum líka með reynslubolta og því með góða blöndu í leikmannahópnum. Við ætlum að gera betur en síðast." Katrín fór fyrir Íslandi á EM fyrir fjórum árum og ætlar að gera það aftur nú. „Það er skemmtilegur vetur fram undan og ekkert annað að gera en að æfa vel. Það kemur ekki til greina að hætta núna - hverjum myndi detta það í hug svo stuttu fyrir Evrópumeistaramót," sagði hún og brosti breitt. „Það er einfaldlega ekki hægt."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti