Windows sett í nýjan búning 26. október 2012 09:00 Windows 8 Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnir hér útlit nýja viðmótsins sem er að finna í Windows 8. Fréttablaðið/AP Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira