
Skapandi greinar eru lóðið
Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra.
Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi.
Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð.
Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun.
Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið.
Skoðun

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar

Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi
Ingvar Stefánsson skrifar

Raddir fanga
Helgi Gunnlaugsson skrifar

Kann Jón Steindór ekki að reikna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lífið sem var – á Gaza
Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar

Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar

Tilskipanafyllerí Trumps
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Öfgar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Borg þarf breidd, land þarf lausnir
Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar

Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Rjúfum þögnina og tölum um dauðann
Ingrid Kuhlman skrifar

Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Verndum vörumerki í tónlist
Eiríkur Sigurðsson skrifar

Hann valdi sér nafnið Leó
Bjarni Karlsson skrifar

Misskilin sjálfsmynd
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hvenær er nóg nóg?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Byggðalína eða Borgarlína
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Úlfar sem forðast sól!
Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar

Aldrei aftur
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Tala ekki um lokamarkmiðið
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf
Einar G. Harðarson skrifar

Þétting í þágu hverra?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu
Þórður Snær Júlíusson skrifar