Viljinn er skýr 26. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fór á laugardaginn markar þáttaskil. Niðurstaðan var skýr: Tillaga stjórnlagaráðs verður lögð til grundvallar nýrrar stjórnarskráar. Mikilvægt er að Alþingi nái samstöðu um að ljúka málinu fyrir kosningar en sú samstaða byggist á því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Engin samstaða getur náðst um að leggja tillögurnar til hliðar eða kalla þær fúsk. Ég vil benda á að í stjórnlagaráði hefur þegar farið fram málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða sem njóta stuðnings meðal þjóðarinnar. Hér eru tvö dæmi. Í landinu er rík krafa um að gera landið að einu kjördæmi. Að sama skapi vill fólk viðhalda kjördæmaskipun sem hvetur þingmenn til að verja og sinna sérstökum hagsmunum. Bæði sjónarmið hafa sína kosti og galla. Niðurstaða stjórnlagaráðs er málamiðlun milli þessara sjónarmiða til að ná sátt og samstöðu um nauðsynlegar breytingar. Tillögur stjórnlagaráðs um forsetaembættið eru einnig tilraun til að sætta ólík sjónarmið. Í stjórnlagaráði var fólk sem vildi aukin völd forsetans, en einnig fólk sem vildi takmarka þau í samræmi við hlutverk þjóðhöfðingja í nágrannalöndum okkar. Niðurstaðan er valdalítið en mikilvægt forsetaembætti. Tillögur stjórnlagaráðs fela ekki í sér jafn miklar breytingar og ætla mætti af gagnrýnisröddum. Þingræði er og verður áfram megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar og erlendar og margreyndar fyrirmyndir eru að flestum þeim breytingum sem stjórnlagaráð gerði tillögu um. Róttækustu tillögurnar er að mínu viti þrjár: Í fyrsta lagi er vægi atkvæða jafnað og opnað á persónukjör. Í öðru lagi er kveðið á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeign. Og í þriðja lagi þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Allar þessar tillögur njóta mikils stuðnings meðal landsmanna og Alþingi verður að fara mjög varlega í að breyta þeim. Þeir þingmenn sem reyna að útvatna tillögur stjórnlagaráðs um þjóðareign á auðlindum eða jafnt vægi atkvæða munu lenda í erfiðleikum með að útskýra það fyrir kjósendum. Vilji þeirra er jú skýr!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar