Undrið með hanskana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. október 2012 09:00 Gainey veifar hér til áhorfenda sem fögnuðu honum ákaft um síðustu helgi. Mynd/Nordic Photos/Getty Golfheimurinn stóð á öndinni um síðustu helgi þegar óþekktur og afar óvenjulegur kylfingur að nafni Tommy Gainey vann mót á PGA-mótaröðinni. Hann skákaði mönnum á borð við Jim Furyk og Davis Love III við á mótinu. Hann spilaði lokahringinn á McGladrey Classic-mótinu á 60 höggum og setti vallarmet. Hann var ekki fjarri því að setja niður pútt fyrir 59 höggum. Það er ekkert mjög langt síðan hinn 37 ára gamli Gainey vann á færibandi við að pakka einangrun í hitabrúsa. Efnahagshrunið kostaði hann síðan starfið og þá varð hann að gera eitthvað annað. Gainey lék hafnabolta á sínum yngri árum og hann sveiflar golfkylfu nánast eins og hafnaboltakylfu. Golfkennarar tala látlaust um rétt grip og rétta sveiflu. Gainey er sjálflærður og brýtur öll lögmál golfsins með villtri sveiflu, handahófskenndu gripi og tvennum hönskum. Kylfingurinn notar ekki einu sinni venjulega golfhanska heldur blauthanska. Hann púttar líka í hönskunum og þarf ekki að koma á óvart að viðurnefni hans sé „Tommy two gloves". Hann trúir heldur ekki á of mikla hreyfingu. Fer aldrei í ræktina. Honum finnst næg hreyfing að labba alla þessa golfhringi.hanskarnir af Gainey kátur með bikarinn.nordicphotos/gettyÞegar hann var að byrja í golfinu lék hann á litlum mótaröðum sem eru ekki til lengur. Hann skapaði sér þó nafn er hann tók þátt í raunveruleikaþætti á Golf Channel. Maðurinn með hafnaboltahanskana vakti eðlilega mikla athygli. Hann komst inn á PGA-mótaröðina árið 2008 en gekk illa fyrsta árið. Komst aðeins í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum af 23. Þannig var þetta áfram en honum óx smám saman ásmegin. Eitt fyrirtæki stóð með honum þá og gerir enn þann dag í dag. Það er fyrirtækið þar sem hann stóð við færibandið á sínum tíma. Tveggja hanska Tommy dreymdi eflaust um að vinna mót á PGA-mótaröðinni en það kom honum á óvart að hafa unnið. Hann var sjö höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokadaginn. Hann þurfti svo að bíða í tvo tíma eftir að Furyk, Love og David Toms kæmu í hús. Menn sem hafa unnið 49 sinnum á mótaröðinni, þrjú stórmót og 17 sinnum verið í Ryder-liði. Engum þeirra tókst að ná honum. „Ja, hérna. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja," sagði Gainey eftir að hafa unnið mótið. „Ég er að spila við bestu kylfinga heims. Menn sem hafa unnið stórmót en ég hef aðeins unnið í raunveruleikaþætti. Það er ótrúlegt að geta sagt núna að ég hafi unnið PGA-mót. Þvílíkur dagur. Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur." Gainey fagnaði titlinum með því að skála í bjór. Honum fannst það meira við hæfi en að opna kampavín. Þetta alþýðlega fas og almenn hógværð er að gera hann að stórstjörnu. Golf Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Golfheimurinn stóð á öndinni um síðustu helgi þegar óþekktur og afar óvenjulegur kylfingur að nafni Tommy Gainey vann mót á PGA-mótaröðinni. Hann skákaði mönnum á borð við Jim Furyk og Davis Love III við á mótinu. Hann spilaði lokahringinn á McGladrey Classic-mótinu á 60 höggum og setti vallarmet. Hann var ekki fjarri því að setja niður pútt fyrir 59 höggum. Það er ekkert mjög langt síðan hinn 37 ára gamli Gainey vann á færibandi við að pakka einangrun í hitabrúsa. Efnahagshrunið kostaði hann síðan starfið og þá varð hann að gera eitthvað annað. Gainey lék hafnabolta á sínum yngri árum og hann sveiflar golfkylfu nánast eins og hafnaboltakylfu. Golfkennarar tala látlaust um rétt grip og rétta sveiflu. Gainey er sjálflærður og brýtur öll lögmál golfsins með villtri sveiflu, handahófskenndu gripi og tvennum hönskum. Kylfingurinn notar ekki einu sinni venjulega golfhanska heldur blauthanska. Hann púttar líka í hönskunum og þarf ekki að koma á óvart að viðurnefni hans sé „Tommy two gloves". Hann trúir heldur ekki á of mikla hreyfingu. Fer aldrei í ræktina. Honum finnst næg hreyfing að labba alla þessa golfhringi.hanskarnir af Gainey kátur með bikarinn.nordicphotos/gettyÞegar hann var að byrja í golfinu lék hann á litlum mótaröðum sem eru ekki til lengur. Hann skapaði sér þó nafn er hann tók þátt í raunveruleikaþætti á Golf Channel. Maðurinn með hafnaboltahanskana vakti eðlilega mikla athygli. Hann komst inn á PGA-mótaröðina árið 2008 en gekk illa fyrsta árið. Komst aðeins í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum af 23. Þannig var þetta áfram en honum óx smám saman ásmegin. Eitt fyrirtæki stóð með honum þá og gerir enn þann dag í dag. Það er fyrirtækið þar sem hann stóð við færibandið á sínum tíma. Tveggja hanska Tommy dreymdi eflaust um að vinna mót á PGA-mótaröðinni en það kom honum á óvart að hafa unnið. Hann var sjö höggum á eftir efstu mönnum fyrir lokadaginn. Hann þurfti svo að bíða í tvo tíma eftir að Furyk, Love og David Toms kæmu í hús. Menn sem hafa unnið 49 sinnum á mótaröðinni, þrjú stórmót og 17 sinnum verið í Ryder-liði. Engum þeirra tókst að ná honum. „Ja, hérna. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja," sagði Gainey eftir að hafa unnið mótið. „Ég er að spila við bestu kylfinga heims. Menn sem hafa unnið stórmót en ég hef aðeins unnið í raunveruleikaþætti. Það er ótrúlegt að geta sagt núna að ég hafi unnið PGA-mót. Þvílíkur dagur. Ég bíð enn eftir að einhver slái mig utan undir og segi mér að þetta hafi verið draumur." Gainey fagnaði titlinum með því að skála í bjór. Honum fannst það meira við hæfi en að opna kampavín. Þetta alþýðlega fas og almenn hógværð er að gera hann að stórstjörnu.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn