Lögregla og lýðræði Ögmundur Jónasson skrifar 29. október 2012 06:00 Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum þýska framhaldsþætti sem kallast Berlínarsaga. Þættirnir bregða upp svipmynd af Austur-Þýskalandi fyrir þrjátíu árum, þegar múrinn stóð enn og leyniþjónustan Stasi gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir að ?óvinurinn? efldist, sem í þættinum gat m.a. gerst fyrir tilstuðlan söngtexta og tónleikahalds. Þriðja heimsstyrjöldin gegndi hlutverki grýlu og með því að halda þeirri ógn á lofti þótti sumum eðlilegt að réttlæta nánast takmarkalausar valdheimildir lögreglu. Inn um þennan glugga sögunnar er mikilvægt að horfa – hvað átti sér stað og hvers vegna? Og það sem meira er, hvernig speglast þetta í samfélagi nútímans? Hvaða glæpir eru þess eðlis að lögregla geti beitt íþyngjandi valdheimildum, á borð við símhleranir, til að rannsaka þá? Hvernig byggjum við eftirlit inn í kerfið þannig að við séum ekki háð dómgreind og duttlungum fárra, heldur almennu lýðræðislegu aðhaldi? Árangurinn ótvíræðurÁ síðasta ári spannst talsverð umræða um þessi mál þegar lögreglan viðraði áhyggjur sínar af því að rannsóknarheimildir og fjármuni skorti til að sporna við útbreiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Í framhaldinu var tryggt fjármagn til rannsóknarteymis lögreglu sem hefur það verkefni með höndum að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Árangur af því starfi er ótvíræður og nauðsynlegt að framhald verði á. Um rannsóknarheimildir er hins vegar deilt og þá sérstaklega svonefndar forvirkar rannsóknarheimildir, sem fela í sér að hefja rannsókn á glæp áður en hann hefur verið framinn. Þetta getur verið vandkvæðum háð, enda erfitt að spá fyrir um það með óvilhöllum hætti að glæpur sé í undirbúningi. Í þessum efnum vilja margir þingmenn ganga sömu slóð og Norðurlandaríkin, en þar eru starfræktar leyniþjónustur. Því hef ég verið andvígur, enda hef ég efasemdir um að þessar leyniþjónustur gagnist eins vel og ýmsir vilja vera láta, ekki síst miðað við fjármagn sem til þeirra er veitt, í því augnamiði að tryggja öryggi samfélagsins. Á sama tíma eru fólgnar í þessari starfsemi hættur sem mikilvægt er að taka alvarlega og sem nauðsynlegt er að eiga málefnalega umræðu um, áður en afdrifarík skref eru stigin í þessa átt. VarnaðarorðÞótt ég taki alvarlega ábendingar lögreglunnar um að það skorti á heimildir til að fylgjast með skipulögðum glæpasamtökum, sem sannanlega hafa glæpsamlegan ásetning, í samræmi við skilgreiningu alþjóðalaga og almennra hegningarlega, hef ég að sama skapi varað við því að ógnin sem stafar af skipulögðum glæpasamtökum verði ?nýtt? til að réttlæta víðtækar forvirkar rannsóknarheimildir. Þessi andi bjó að baki frumvarpi sem ég lagði fyrir á Alþingi í fyrra. Í umræðum um það kom fram að fjölmargir töldu frumvarpið ganga alltof skammt og hluti umsagnaraðila taldi að með því væri engu bætt við þær heimildir sem lögreglan hafði þegar. Þær fullyrðingar tel ég umdeilanlegar, en ljóst er að þau sem vilja nota tækifærið og koma á víðtækum forvirkum rannsóknarheimildum með skírskotun til skipulagðar glæpastarfsemi virðast heldur mótfallin því að leiða í lög heimildir sem bregðast eingöngu við þeirri ógn. Vilji þeirra virðist vera að ganga mun lengra. Hvað sem því líður þá var ljóst að sú leið sem lögð var til í áðurnefndu frumvarpi naut ekki pólitísks stuðnings. Ég hef hins vegar viljað hlusta á ábyrgar raddir innan lögreglunnar sem kallað hafa eftir meira aðhaldi og skýrara regluverki. Við þessu kalli hef ég orðið með frumvarpi sem ég hef nú lagt fram. Þar er reynt að feta hófsemdarveginn, heimila rannsóknir sem varða skipulega glæpastarfsemi en jafnframt setja þrengri og afdráttarlausari skilyrði fyrir beitingu rannsóknarheimilda lögreglu á borð við símhlerun og notkun eftirfararbúnaðar. Refsirammi og ríkir hagsmunir!Í núgildandi löggjöf getur lögregla fengið heimildir til símhlerana og notkunar eftirfararbúnaðar með dómsúrskurði ef um er að ræða rannsókn á broti sem varðar að lögum átta ára fangelsi eða meira ellegar að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess. Samkvæmt nýju frumvarpi yrðu rannsóknarheimildir lögreglu hins vegar aðeins veittar ef brotið sem er til rannsóknar varðar sex ára fangelsi eða meira og að ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. M.ö.o. þá er ekki nóg að ætlað brot kalli á langa fangelsisvist heldur yrði það líka að fela í sér ógn við almanna- eða einkahagsmuni. Í greinargerð frumvarpsins er skilgreint hvað felst í slíkum hagsmunum en í núgildandi lögum skortir slíkar skilgreiningar. Þetta felur í sér þrengingar á rannsóknarheimildum að því leyti að brot sem varða fangelsi skemur en til sex ára geta ekki undir nokkrum kringumstæðum fallið undir löggjöfina. Þó eru á þessu undantekningar, m.a. vegna brota á nálgunarbanni og vegna brota sem tengd eru skipulagðri glæpastarfsemi í samræmi við lagalega skilgreiningu. Hið síðarnefnda er sérstaklega mikilvægt þar sem ég tel að í engu skuli hvika í baráttunni gegn starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Eftirlitshlutverk AlþingisVerði frumvarpið samþykkt leiðir það til mun skýrara lagaumhverfis um rannsóknarheimildir lögreglu. Eftir sem áður verða þessar íþyngjandi aðgerðir ekki heimilar nema að undangengnum dómsúrskurði, sem þá yrðu skýrari reglur um. Þannig fjölgum við öryggisventlunum og komum í veg fyrir áðurnefnda hættu á að kerfið verði undirselt duttlungum fámennisvalds. Í því sambandi hef ég talað fyrir því að eftirlitshlutverk Alþingis verði aukið og tel ég að þingið sjálft eigi að ákveða aðkomu sína hvað það varðar. Eftir sem áður verða dómsúrskurðir forsenda allra rannsóknarheimilda og ríkissaksóknari mun áfram gegna eftirlitshlutverki. Þá er ákveðið aðhald í því fólgið að þeir sem rannsakaðir eru eiga lagalegan rétt á því að fá upplýsingar um slíkar rannsóknir áður en yfir lýkur. Einhverjum kann að þykja ?Berlínarsagan? okkur fjarlæg. Það má hún aldrei verða. Hún á í öllum okkar orðum og gerðum að vera okkur víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum þýska framhaldsþætti sem kallast Berlínarsaga. Þættirnir bregða upp svipmynd af Austur-Þýskalandi fyrir þrjátíu árum, þegar múrinn stóð enn og leyniþjónustan Stasi gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir að ?óvinurinn? efldist, sem í þættinum gat m.a. gerst fyrir tilstuðlan söngtexta og tónleikahalds. Þriðja heimsstyrjöldin gegndi hlutverki grýlu og með því að halda þeirri ógn á lofti þótti sumum eðlilegt að réttlæta nánast takmarkalausar valdheimildir lögreglu. Inn um þennan glugga sögunnar er mikilvægt að horfa – hvað átti sér stað og hvers vegna? Og það sem meira er, hvernig speglast þetta í samfélagi nútímans? Hvaða glæpir eru þess eðlis að lögregla geti beitt íþyngjandi valdheimildum, á borð við símhleranir, til að rannsaka þá? Hvernig byggjum við eftirlit inn í kerfið þannig að við séum ekki háð dómgreind og duttlungum fárra, heldur almennu lýðræðislegu aðhaldi? Árangurinn ótvíræðurÁ síðasta ári spannst talsverð umræða um þessi mál þegar lögreglan viðraði áhyggjur sínar af því að rannsóknarheimildir og fjármuni skorti til að sporna við útbreiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Í framhaldinu var tryggt fjármagn til rannsóknarteymis lögreglu sem hefur það verkefni með höndum að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Árangur af því starfi er ótvíræður og nauðsynlegt að framhald verði á. Um rannsóknarheimildir er hins vegar deilt og þá sérstaklega svonefndar forvirkar rannsóknarheimildir, sem fela í sér að hefja rannsókn á glæp áður en hann hefur verið framinn. Þetta getur verið vandkvæðum háð, enda erfitt að spá fyrir um það með óvilhöllum hætti að glæpur sé í undirbúningi. Í þessum efnum vilja margir þingmenn ganga sömu slóð og Norðurlandaríkin, en þar eru starfræktar leyniþjónustur. Því hef ég verið andvígur, enda hef ég efasemdir um að þessar leyniþjónustur gagnist eins vel og ýmsir vilja vera láta, ekki síst miðað við fjármagn sem til þeirra er veitt, í því augnamiði að tryggja öryggi samfélagsins. Á sama tíma eru fólgnar í þessari starfsemi hættur sem mikilvægt er að taka alvarlega og sem nauðsynlegt er að eiga málefnalega umræðu um, áður en afdrifarík skref eru stigin í þessa átt. VarnaðarorðÞótt ég taki alvarlega ábendingar lögreglunnar um að það skorti á heimildir til að fylgjast með skipulögðum glæpasamtökum, sem sannanlega hafa glæpsamlegan ásetning, í samræmi við skilgreiningu alþjóðalaga og almennra hegningarlega, hef ég að sama skapi varað við því að ógnin sem stafar af skipulögðum glæpasamtökum verði ?nýtt? til að réttlæta víðtækar forvirkar rannsóknarheimildir. Þessi andi bjó að baki frumvarpi sem ég lagði fyrir á Alþingi í fyrra. Í umræðum um það kom fram að fjölmargir töldu frumvarpið ganga alltof skammt og hluti umsagnaraðila taldi að með því væri engu bætt við þær heimildir sem lögreglan hafði þegar. Þær fullyrðingar tel ég umdeilanlegar, en ljóst er að þau sem vilja nota tækifærið og koma á víðtækum forvirkum rannsóknarheimildum með skírskotun til skipulagðar glæpastarfsemi virðast heldur mótfallin því að leiða í lög heimildir sem bregðast eingöngu við þeirri ógn. Vilji þeirra virðist vera að ganga mun lengra. Hvað sem því líður þá var ljóst að sú leið sem lögð var til í áðurnefndu frumvarpi naut ekki pólitísks stuðnings. Ég hef hins vegar viljað hlusta á ábyrgar raddir innan lögreglunnar sem kallað hafa eftir meira aðhaldi og skýrara regluverki. Við þessu kalli hef ég orðið með frumvarpi sem ég hef nú lagt fram. Þar er reynt að feta hófsemdarveginn, heimila rannsóknir sem varða skipulega glæpastarfsemi en jafnframt setja þrengri og afdráttarlausari skilyrði fyrir beitingu rannsóknarheimilda lögreglu á borð við símhlerun og notkun eftirfararbúnaðar. Refsirammi og ríkir hagsmunir!Í núgildandi löggjöf getur lögregla fengið heimildir til símhlerana og notkunar eftirfararbúnaðar með dómsúrskurði ef um er að ræða rannsókn á broti sem varðar að lögum átta ára fangelsi eða meira ellegar að ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist þess. Samkvæmt nýju frumvarpi yrðu rannsóknarheimildir lögreglu hins vegar aðeins veittar ef brotið sem er til rannsóknar varðar sex ára fangelsi eða meira og að ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. M.ö.o. þá er ekki nóg að ætlað brot kalli á langa fangelsisvist heldur yrði það líka að fela í sér ógn við almanna- eða einkahagsmuni. Í greinargerð frumvarpsins er skilgreint hvað felst í slíkum hagsmunum en í núgildandi lögum skortir slíkar skilgreiningar. Þetta felur í sér þrengingar á rannsóknarheimildum að því leyti að brot sem varða fangelsi skemur en til sex ára geta ekki undir nokkrum kringumstæðum fallið undir löggjöfina. Þó eru á þessu undantekningar, m.a. vegna brota á nálgunarbanni og vegna brota sem tengd eru skipulagðri glæpastarfsemi í samræmi við lagalega skilgreiningu. Hið síðarnefnda er sérstaklega mikilvægt þar sem ég tel að í engu skuli hvika í baráttunni gegn starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Eftirlitshlutverk AlþingisVerði frumvarpið samþykkt leiðir það til mun skýrara lagaumhverfis um rannsóknarheimildir lögreglu. Eftir sem áður verða þessar íþyngjandi aðgerðir ekki heimilar nema að undangengnum dómsúrskurði, sem þá yrðu skýrari reglur um. Þannig fjölgum við öryggisventlunum og komum í veg fyrir áðurnefnda hættu á að kerfið verði undirselt duttlungum fámennisvalds. Í því sambandi hef ég talað fyrir því að eftirlitshlutverk Alþingis verði aukið og tel ég að þingið sjálft eigi að ákveða aðkomu sína hvað það varðar. Eftir sem áður verða dómsúrskurðir forsenda allra rannsóknarheimilda og ríkissaksóknari mun áfram gegna eftirlitshlutverki. Þá er ákveðið aðhald í því fólgið að þeir sem rannsakaðir eru eiga lagalegan rétt á því að fá upplýsingar um slíkar rannsóknir áður en yfir lýkur. Einhverjum kann að þykja ?Berlínarsagan? okkur fjarlæg. Það má hún aldrei verða. Hún á í öllum okkar orðum og gerðum að vera okkur víti til varnaðar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar