Aron: Bærinn andaði léttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2012 06:00 Aron Pálmarsson ræðir við Aron Kristjánsson, nýjan landsliðsþjálfara Íslands, fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Fréttablaðið/Valli Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda." Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira